Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Page 32

Menntamál - 01.08.1971, Page 32
Egill R. Friðleifsson, skólastjóri: Tónlistar- kennsla á Islandi MENNTAMÁL 138 Egill R. Friðleifsson er skólastjóri Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og formaður Söngkennara- félags íslands. A síðasta ári gerðist Söngkennara- félag íslands aðili að Nordisk Musikpædagogisk Union, og var erindi jtað, sem hér fer á eftir, flutt á IX. þingi þeirra samtaka, sem lialdið var í Árósuni dagana 2.-8. ágúst síðastliðinn. Mér finnst rétt í upphafi að rekja í örfáum orðum sögulegan bakgrunn þessa máls, í þeirri trú, að sumtim ykkar leiki nokkur forvitni á að vita, hver staða tónlistar var í þjóðfélagi, sem þekktast er fyrir glæsilegar bókmenntir og dýrt kveðin ljóð. Árið 1974 munu íslendingar fagna því, að ellefu aldir eru liðnar frá upphafi land- náms. Hvað vitum við um tónlistarkennslu og tónlistariðkun þessi ellefu hundruð ár? Ef til vill ekki mikið, en þó nokkuð, ef vel er leitað, og mun hér stiklað á því helzta. íslendingar tóku kristni árið 1000, og hófst þá skólahald í landinu. Tvennt var það, sem prests- efni þeirra tíma aðallega þurftu að læra: latína og söngur. Söngur var þannig annar aðalþáttur þess, er kennt var í hinum fyrstu skólum, og var svo um aldir. Fyrsti innlendi biskupinn, Isleifur Gissurarson, var vel að sér í tónlist og lagði hina mestu áherzlu á söng í skóla sínum. Einn nemenda hans var hinn annálaði söngmaður Jón Ögmunds- son, síðar biskup, en því er hans getið hér, að hann íékk til Islands franska munkinn og tónlist- arkennarann Rikinna, sem hafði hina mestu þýð- ingu lyrir tónlistarlíf þeirra tíma. í hinum fyrstu skólum var að sjálfsögðu ein- göngu kenndur liinn kaþólski kirkjusöngur, eða Gregor-söngur, og var gengið ríkt eftir, að nemar væru sem be/.t að sér í söng. Þess voru jal'nvel dæmi, að prestum væri vikið úr embættum sín- um, ef þeir reyndust ekki hafa þá tónlistarþekk- ingu til að bera, er nauðsynleg þótti. Miklu minna er vitað um iðkun veraldlegrar tónlistar á þeim tímum. í Árnasafni í Kaupmannahöfn er að finna ævagamla skinnbók, sennilega skrilaða á fjórtándu öld, er nefnist Þorlákstíðir, sem er að mestu lofsöngur til heilags Þorláks. Er það langur og margbrotinn einraddaður söngur, allur

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.