Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 34

Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 34
Auk þessa eina tíma í viku eru í langflestum skól- um starfræktir kórar, og í nokkrum einnig lúðra- sveitir. Mikilvægur þáttur í tónlistaruppeldinu er kynning æðri tónverka, og á undanförnum árum hefur Sinfóníuhljómsveit íslands, sem stofn- uð var 1950, haldið tónleika í samvinnu við skólana með ýmsu sniði, svo sem með fjölskyldu- tónleikum, skólatónleikum, }>ar sem börnin koma í hljómleikasal, og einnig með heimsóknum hljómsveitarinnar í skólana. Persónulega tel ég síðast nefnda fyrirkomulagið árangursríkast. Út- varpið hefui í mörg ár haft sérstakan barnamúsík- tíma, og sjónvarpið liefur öðru hvoru í sínum vinsælu barnatímum stutta fræðsluþætti um tón- list. Ég lield það sé óþarfi fyrir mig að telja hér upp þá þætti, sem kennslan byggist á, því það er sennilega svipað hjá okkur öllum, en eitt vanda- mál hefur oft bagað starf okkar mjög. Vegna fá- mennis okkar hefur reyn/.t mjög erfitt að fá kennsluefni útgefið, og hafa kennarar oft þurft að útbúa sín verkefni að mestu sjálfir og liver fyrir sig. í dag stöndum við á tímamótum. Allt skólakerfið er í endurskoðun. í ráði er að lengja skólaskylduna, og allverulegar breytingar verða einnig á námsefni. Hinn svonefndi grunnskóli er framtíðin. Við gerum okkur vonir um, að með rýmri stundaskrá verði ekki aðeins tónlistinni, heldur og öllum lijtgreinum gert liærra undir höfði en hingað til, í þeirri trú að „listin göfgi manninn." Hvort þessar vonir rætist er ekkert hægt að fullyrða um á þessu stigi málsins. Ég vil að lokum lýsa ánægju minni yfir því, að Söngkennarafélag íslands er nú orðið meðlim- ur í Nordisk Musikpædagogisk Union, og við þökkum þær hlýju viðtökur, 'er við höfum orðið aðnjótandi hér. ■ 4---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------4 Ur Biskupasögum Hann henti skemmtan að sögum og kvæðum og að öllum strengleikum og hljóðfærum og að hygginna manna ræðum og draumum og að öllu því, er góðra manna skemmtan var, utan leikum, því að honum þótti slíkt dvelja ónýtar sýslur vondra manna. Þorláks saga helga Herra Jón electus skyndir þegar ferðinni á fund Özurar erkibyskups í Lund og kemur í borgina, þá er herra erkibyskup var að aftansöng. Og er herra electus kemur í kirkju, bíður liann með sínuni förunautum þar lil er lokið er aftansönginum. Síðan byrjar hann aftansöng með raust, og er erkibyskupinn heyrir hljóm hans og rödd, þá lítur itann utar. Og er klerkar finna það, segja þeir svo: ,,Hvað er nú, herra erkibyskup, hví brjótið Jtér sjálfir þau lög, sem Jiér hafið sett?“ Herra erkibyskup hafði þau lög sett og það sínum klerkum boðið, að engi þeirra skyldi utar líta um tíðir nauðsynjalaust. „Satt segið Jtér,“ segir liann, „en Jró er nti sök til, Jtví að Jtvílíka rödd Iteyrði eg aldrei fyrr af nokkurs manns barka út ganga, og er Jjetta heldur engilleg rödd en mannleg.“ Virðist og svo rnörgum mönnum, að liinn heilagi Jón hafi allra manna verið bezt raddaður í þann tíma. ]óns saga helga. Rikini var klerkur góður. Bæði diktaði hann vel og vcrsaði, og svo gliiggur var hann í sönglist og minn- ugur, að hann kunni utanbókar allan söng á tólf mánuðum, bæði í dagtíðunt og óttusöngum, nteð ör- uggri tónasetning og hljóðagrein. Jóns saga lielga. Eftir Þorláksmessu hófu visitatores sína visitationem, fyrst um Sunnlendingafjórðung og Vestfirðingafjórð- ung. Skoðaði síra Laurentius mjög að embættisgerð þeirra presta, sem lítt voru lærðir og kunnandi, sem rnargir prófuðust lítt lærðir, í miðil liverra var einn prestur, er Eilífur hét, í Gufudal í Vestfirðingafjórð- ungi. Hann prófuðu visilatores á messusöng og les, og prófaðist svo til, að hann kunni nærri lítið í sér- hverjum Jtessara hluta.... Tóku visitatores messu- söng af Eilífi presti og allt prestlegt embætti, Jtar til honum væri kennt eða hann næmi svo, að hann væri embættisfær. Voru það og nokkrir prestar fleiri, að Jteir af tóku messusöng íyrir kunnáttuleysi. Laurentius saga,. MENNTAMÁL 140

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.