Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Síða 37

Menntamál - 01.08.1971, Síða 37
Ólafur Stephensen, læknir: Börn á sjúkrahúsi ♦-------------------------------------♦ Á hverju ári leggjast nokkur hundruð íslenzk börn inn á sjúkrahús til lengri eða skemmri dvalar vegna ýmiss konar sjúkdóma. Takmark þeirra, sem börnin stunda í veikindum þeirra, hlýtur að vera það, að komast að orsökum sjúkdómsins og ráða bót á honum og gera það á þann hátt, að barnið biði ekki tjón af að öðru ieyti. Dvöl á sjúkrahúsi er ætíð mikill viðburður í lífi barns og getur haft mikil áhrif, bæði jákvæð og neikvæð, á barnið sjálft og nánasta umhverfi þess. Langflest börn verða þó þessari reynslu ríkari án þess að verða fyrir varanlegum skaðlegum áhrifum. Hvernig áhrif sjúkrahúsdvölin hefur á barnið og hvern- ig viðbrögð þess verða, er ýmsu háð, en þó einkum því hversu gamalt barnið er, hvernig innlögnina á sjúkra- húsið ber að höndum og hvernig barnið hefur verið búið undir atburðinn. Börnum á sjúkrahúsi má skipta í tvo aðalhóþa eftir því, hvernig innlögnin á sjúkrahúsið verður. Annars veg- ar eru börn, sem kölluð eru inn til rannsóknar vegna gruns um sjúkdóm eða til aðgerðar vegna þekkts kvilla. í þessum tilfellum er oftast vitað með nokkrum fyrirvara um væntanlega sjúkrahúsvist barnsins og hafa þá for- eldrar nokkurt svigrúm til að búa barnið undir það sem i vændum er. í hinum hóþnum eru börn, sem lögð eru inn á sjúkrahús í skyndi vegna bráðra sjúkdóma. Er þá oft stuttur fyrirvari og lítið tækifæri til að gera barninu fullnægjandi grein fyrir því sem til stendur. Eðlilegt er, að barnið kenni nokkurs kvíða og hræðslu, þegar það heyrir, að það á að leggjast inn á sjúkrahús. Hvað geta þá foreldrar gert til að létta undir með barninu og búa það undir sjúkrahúsdvölina? Þetta fer að sjálfsögðu eftir aldri barnsins, en segja má, að börn 3—4 ára og eldri hafi að jafnaði til að bera nægilegan þroska og skilning til að unnt sé með samræðum og einföldum út- skýringum að búa þau undir sjúkrahúsdvölina. Reynslan hefur sýnt, að eðlilegar og undanbragðalausar viðræður foreldra og barns um sjúkrahúsið, gera mikið til að eyða kvíða barnsins og hræðslu. Rétt er að segja barninu, hver tilgangurinn sé með spítalavistinni og hvað ætlunin sé að gera í stórum dráttum — skoðun, hlustun, mynda- taka o. s. frv. Einnig er sjálfsagt að segja barninu frá því fólki, sem það mun hitta á spítalanum, en það er hjúkrunarfólk, læknar og annað einkennisklætt starfslið. Mikilvægt er að svara öllum spurningum barnsins um sjúkrahúsið af fullri hreinskilni. Eflaust vakna margar spurningar hjá barninu, sem foreldrar eiga erfitt með að svara, eins og t. d. því, hve lengi barnið þurfi að dvelja á spítalanum. Bezt er þá að forðast ósannindi og segia barninu t. d., að það muni koma heim eftir nokkra daga eða þegar því batnar. Þá er rétt að leggja áherzlu á það við barnið, að einhver úr fjölskyldunni muni koma og heimsækja það á meðan það er á spítalanum. Rétt er að vara foreldra við því að nota spítalann, lækna og sprautugjafir sem grýlu á barnið. Slíkt eykur aðeins van- l:ðan þess þegar á spítalann kemur. Börn yngri en 3—4 ára er að sjálfsögðu ekki hægt að undirbúa á sama hátt og eldri börn. Rétt er þó að íoreldrar reyni að fræða þau eins og þroski barnanna leyfir, minnast t. d. á klæðnað starfsfólksins, rúmið sem barnið á að sofa í á spítalanum, og segja barninu, að það eigi að vera á sþítalanum svo að því batni [ mag- anum, hálsinum eða hvar svo sem sjúkdómurinn er stað- settur. Þegar lagt er af stað á spítalann, má ekki gleyma að taka með eitthvert leikfang, sem barnið heldur upp á og þykir gott að hafa hjá sér. Þegar á spítalann kemur, er tekið á móti barni og móður af hjúkrunarliði og einn úr þess hóþi gerir sér far um að komast í tengsl við barnið áður en móðirin heldur heim á leið. Fyrsti aðskilnaðurinn getur þrátt fyrir það orðið erfiður bæði barni og móður, einkum ef barnið er á aldrinum 7 eða 8 mánaða til 2ja—3ja ára. Börn á þessum aldri eru móðurbundin og of ung til að unnt sé að útskýra málið fyrir þeim. Það er oft bót að því, að móðir sitji hjá barninu nokkra stund, þar til það róast eða sofnar. Meðan barnið dvelst á sjúkradeildinni kemur bæði til kasta foreldra og starfsfólks deildarinnar að reyna að gera barninu dvölina sem léttbærasta. Hvað geta for- eldrar gert í þessu skyni? Fyrst og fremst að nota heimsóknartímann og halda þannig tengsium við barnið. Víðast hvar í heiminum utan hinna svokölluðu Vestur- landa er sá háttur á, að foreldrar og jafnvel heilu fjölskyldurnar fylgja barninu á sjúkrahúsið og dveljast þar meðan á veikindum barnsins stendur. Á Vestur- löndum, þar með talið Islandi, voru heimsóknartímar á barnadeildum fyrrum bæði færri og styttri en á öðrum sjúkradeildum. Þetta var haft svo til að koma í veg fyrir sýkingar og farsóttir á barnadeildunum og einnig MENNTAMÁL 143

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.