Menntamál - 01.08.1971, Qupperneq 38
var talið, að með þessu móti gæti starfsfólk barnadeild-
arinnar komizt betur í samband við barnið og því átt
auðveldara með að hjálpa barninu I erfiðleikum þess. Á
síðustu árum hefur orðið mikil breyting á þessum við-
horfum. Hætta á sýkingum hefur minnkað mjög, og
mönnum hefur orðið betur Ijóst mikilvægi þess að rjúfa
ekki tengsl barns á sjúkrahúsi og fjölskyldu þess. Víð-
ast hvar er tilhneiging í þá átt að lengja heimsóknartíma
á barnadeildum svo sem við verður komið. Sums staðar
er heimsóknartíminn ótakmarkaður og jafnvel gert ráð
fyrir því, að mæður dvelji hjá börnum sínum mestan
hluta sólarhringsins. Til þess að þetta sé framkvæman-
legt, verður beinlínis að haga byggingu og skipulagn-
ingu barnadeildarinnar með slíkt í huga.
Hér á landi voru heimsóknartímar á barnadeildum
áður fyrr tvisvar í viku, en eru nú ein klukkustund dag-
lega. Mun þróunin væntanlega verða svipuð hér og ann-
ars staðar, að heimsóknartímar munu lengjast smátt og
smátt. Þeir sem verið hafa í heimsókn á barnadeild
hafa eflaust orðið varir við grát í lok heimsóknartímans,
þegar gestirnir byrja að tínast í burtu. Margir foreldrar
eiga erfitt með að þola þessa skilnaðarstund og veigra
sér því við að heimsækja barnið. Þetta sjónarmið er
ekki rétt og áreiðanlega léttbærara fyrir barnið að gráta
smástund í lok heimsóknartímans heldur en að fara
alveg á mis við heimsóknir foreldra sinna.
Hvað getur starfsfólk barnadeildarinnar gert til þess
að dvölin á sjúkrahúsinu verði barninu jákvæð reynsla?
Það er framar öllu að veita börnunum hlýju, huggun og
hughreystingu þegar þörf er á, eða með öðrum orðum að
koma að einhverju leyti í stað foreldranna, sem fjarri
eru. Reynt er að koma því svo fyrir, að sama manneskj-
an sjái sem mest um sama barnið, því reynslan hefur
sýnt að slíkt er happadrýgst. Erfitt er á stundum að fram-
fylgja þessu, þar sem sjúklingafjöldi er mikill og starfs-
fólk fáliðað. Á flestum barnadeildum eru starfandi fönd-
urkennarar eða ,,leikkonur“ eins og börnin segja, og
þjóna þær mikilvægu hlutverki, sem er að hafa umsjón
með föndri og leikjum barnanna og útdeila verkefnum
við hvers hæfi. Leikir eru þýðingarmikill þáttur í lífi
barnsins. Þeir veita barninu ekki aðeins skemmtun og
afþreyingu heldur getur barnið með leikjum fengið út-
rás fyrir hræðslu sína og kvíða. Á barnadeildum eru
yfirleitt einnig starfandi almennir kennarar, sem gera
eldri börnum kleift að halda að einhverju leyti áfram sínu
skólanámi á sjúkrahúsinu.
Flest börn eru lík sjálfum sér, þegar heim er komið
eftir vel afstaðna dvöl á spítala. Mörg börn, einkum þau
eldri, líta á þetta sem skemmtilega tilbreytingu í hvers-
dagslífinu og kærkomið tækifæri til að kynnast nýju
fólki, börnum og fullorðnum, og nýjum aðstæðum. Ein-
staka barn verður fyrir neikvæðum áhrifum af þessari
reynslu, og kemur það fram í ýmsum hegðunarvand-
kvæðum hjá barninu eftir heimkomuna. Það sem einkum
ber á hjá þessum börnum er, að þau sýna hegðun, sem
MENNTAMÁL
144
þau eru vaxin upp úr, e* svo má að orði komast —
hegðun, sem var þeim eðlileg á fyrra þroskaskeiði. Þau
einkenni sem búast má við eru svefntruflanir, reiðiköst,
almenn ókyrrð og tíðari árekstrar við systkini. Einnig
eru börnin mjög bundin móður sinni, sem þau helzt
ekki vilja sleppa úr augsýn sér. Þetta ástand er sem
betur fer skammvinnt, en gerir miklar kröfur til foreldr-
anna. Það sem fyrst og fremst ræður bót á þessu er
ástúð, umhyggja og þolinmæði foreldranna.
Niðurstaðan af þessu spjalli verður þessi: Ef barn þitt
á að leggjast inn á sjúkrahús, er mikilvægt að búa það
undir sjúkrahúsdvölina eftir því sem þroski þess leyfir.
Þetta er bezt gert með einföldum útskýringum og sam-
ræðum um sjúkrahúsið. Svaraðu spurningum barnsins
um sjúkrahúsið af hreinskilni. Reyndu ekki að grípa til
ósanninda í því augnamiði að hlífa barninu. Slíkt hefur
aðeins það í för með sér, að barnið missir traust á
þér, þegar hið sanna kemur í Ijós. Heimsæktu barnið
á hverjum degi meðan það er á sjúkrahúsinu. Veikindi
sem slík og dvöl á sjúkrahúsi getur orðið einstöku barni
óþægileg reynsla og valdið tímabundnum hegðunarörð-
ugleikum hjá barninu eftir heimkomuna. En þetta ástand
stendur sjaldnast lengur yfir en í nokkrar vikur, og það
sem ræður bót á því er einkum ástúð, umhyggja og
þolinmæði foreldranna. Með því móti fær barnið stað-
festingu þess sem það vill vita, en það er að það eigi
ennþá ást foreldra sinna þrátt fyrir undangenginn að-
skilnað.