Vorið - 04.11.1933, Side 6

Vorið - 04.11.1933, Side 6
54 VORIÐ iav, og ef dgætilega er róið á þær getur bátnum hvolft hann er svo iitill. Hann rær nokkrum sinnum meðfram norðurströndinni en allt I einu sér hann einhverja gullna rák á vatninu. Hann hélt t fyrstu að hún væri frá bálinu, en hann sá brátt að svo var það ekki, heldur var hún frá tunglinu sem var að gægjast upp fyrir íjallsbrúnina, — stórt og Ijómandi, litla fjallavatnið og umhverfi þess, er allt í einu orð- ið að einhverjum æfintýraheimi og Sverrir litli fyltist hrifningu nokkra 8tund, en svo rær hann til Iands og gengur til mannanna við bálið. «HaIló! drengur minn. Pað var ágætt að þú komst! þú hefir gott af þvf að fá þér einn kaffibolla i næturkuldanumc. >Pað var banka- stjórinn innan úr borginni, mikill vinur hans og föður hans, er til hans talaði, og Sverrir hneigði sig og tók við kaffibollanum. >Petta verður nú karl f krapinuc sagði bankastjórinn við póstrneist- arann, föður Sverris. »Pú ert karl i krapinu vinur minn. Nú ert þú í góðum félagsskap og nú skalt þú vera einn af okkur, þótt þú sért ekki hálfvaxinn enn þá<. Sverrir skildi ekki vel hvað banka- stjórinn átti við, Hann hefur aldrei heyrt þessa menn tala eins einkenni- lega og í kvöld, og allír eru þeir eitthvað svo einkennilegir, rauðir i framan, og hlæja að öllu sem sagt er. Pabbi hans, sem hann hefir al- drei þekkt að öðru en prúðmennsku og hógværð, liggur nú á grúfu f lynginu og öskrar af hlátri út af einhverju sem Hansentollstjórisagðii Fjórði maðurinn er fulltrúi hjá lög- manninum, en allir eru þessir menn í sumarleyfi og skemmtiférð þarna uppi hjá fjallavatninu. En þegar bankastjórinn skömmu síðar opnar bakpokann sinn og Sverrir sér hvað hann hefur að geyma, verður hon- um Ijóst hvað hér er um að vera. Pabbi hans og allir félagarnir eru orðnir ölvaðir og nú ætla þeir að bæta ennþá við. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds er hann minntist orðanna — >Nú ert þú f góðum félagsskapc — en Sverr- ir vissi betur en sá sem talaði. Hann hafði oft séð drukkna menn áður og fyrir sitt leyti vissi hann vel hvað hann vildi. Hann var f barnastúku. >Ojörðu svo vel! dréng- ur minn. Eitt staup fyrir fjórtánda aldursárinuc. Bankastjórinn talaði hátt og kumpánalega, en Sverrir bandaði staupinu frá sér með hend- inni og sagði: <Eg drekk ekki á- fengi*. >Ekki áfengi? Hvað segirðu Pegar fullorðnir menn bjóða þér það! Heldur þú að við viljum þér eittbvað illt ?« Bankastjórinn var f- sméygilegur f málrómnum og ekki eins blfður eins og hann vnr vanur að vera þegar hann talaði við vin sinn. En Sverrir hristi höfuðið og sagði: >Eg vil ekki áfengic. Banka- stjórinn sneri sér frá honum sót- rauður af gremju. «Pú ættir að fara og leggja þig drengur minn! Eg sé það nú að þú ættir að ganga f pilsum !*

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.