Vorið - 01.01.1935, Page 13

Vorið - 01.01.1935, Page 13
imi.ri VÖRÍÖ 13 Máttugri en sverðið Alexander mikli var voldugur keisari. Hvar sem hann fór yfir löndin, fór hann sem sigrandi hetja, og stofnaði stórt og vold- ugt ríki. Þó fór svo að lokum, að hann beið ósigur fyrir þeim óvini, sem hann hafði síst óttast. Á þeim tíma, þegar allt lék í lyndi fyrir honum, var hann eitt sinn staddur í Babylon, og hélt hann þar hvei’ja veisluna á eftir annari, þar sem vín var veitt í ríkum mæli. Eitt sinn, er hann hafði setið við slíkan veisluglaum heila nótt, stakk einhver upp á því, að best væri að halda veislunni áfram og setjast við diykkju á nýjan leik. Var þetta samþykt. Tuttugu gest- ir sátu við borðið og Alexander drakk skál þeirra allra, og neyddi þá til að drekka með. Að lokum var borinn fram hinn svonefndi Herkúlesarbikar, er var fylltur og tæmdur í botn. Bikarinn var fylltur í annað sinn, og Alexander tæmdi hann, en datt á sömu stundu örendur á gólfið í veislu- salnum. Hann var þá aðeins 82 ára gamall. »Þannig endaði þessi hetja líf sitt. Hetjan, sem engin vopn virt- ust bíta á og komizt hafði heill á húfi í gegnum allar hættur og ógnir styrjaldanna, sem hann átti i, og þolað hafði bæði hita og kulda, og hverskonar eldraunir hennannsins. Hann beið að Iokum ósigur fyrir drykkjuskapnum. Á vígvellinum var hann ósigrandi. Þar hafði hann alltaf boðið dauð- anum byrginn. En þegar dauðinn birtist í líki hins sakleysislega Herkúlesarbikars, býður hetjan ó- sigui’, og hlýtur bana«. Á þessa leið ritar sagnaritarinn Seneca. Alexander lifði kringum árið 300 f. Kr., og við, sem lifum nú 1984 árum eftir fæðingu Krists vitum það fullvel, að ósigur sá, er Alexander beið fyrir vínguð- inum hefur endurtekið sig svo oft síðan, að tugir og hundruö þúsunda manna hafa fallið í val- inn fyrir hinu banvæna eitri hans. Það þarf hugrekki til að vera hetja á vígvellinum. En það þarf líka stundum hugrekki til að lifa sönnu og heilbrigðu lífi, og gleyrna aldrei skyldum sínum við sjálfan sig, þjóð sína og fóstur- jörð. Nafnaþraut. (Falin karlmannanöfn. xrx x rxx. xuxmxxxxr. x u x x x r. x i x x r. x 1 x x x r. x i x x x x x r. x a x x 1 x x r. xj xxn. x r x x x x i. Sigur&ur Njálsson Siglufirði, 12 ára.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.