Vorið - 01.01.1935, Side 16

Vorið - 01.01.1935, Side 16
Vókíö i6 musterið mitt. Ef ég vildi, þá gæti ég drepið ykkur í hundraða- tali, aðeins með því að stíga ofan á ykkur«. Maurakonungurinn svaraði engu, en skipaði maurunum að býrja á starfi sínu, og þeir tóku til starfa. Hljóðir og þolinmóðir héldu þeir stai-fi sínu áfram dag eftir dag, án þess að skipta sér hið minnsta af því, þótt prestur- inn hlægi og gerði gys að þeim. Tíminn leið — langur tími, og presturinn var bæði búinn að gleyma maurunum og hatri þeirra á musterinu. En dag nokkur kom mikill stormur, svo það hrikti í musteri prestsins. Stormurinn varð æ trylltari, og loks fór must- erið að riða til, þar til það allt í einu hrundi til grunna með braki og brestum. Maurakonungurinn fann prest- inn grafinn í rústunum og mælti: »Við erum aðeins smá og lítilfjör- leg dýr, prestur minn, en á með- an þú hlóst og gerðir gys að okk- ur, unnum við jafnt og þétt að því, að grafa sundur máttarviðina í musteri þínu, þar til það nú er hrunið til grunna fyrir fyrsta storminum, sem á því buldi. Þú hefur misst líf þitt, prestur, af því að þú uggðir ekki að þér, en leist smáum augum á okkur, og hélst að við værum svo litlir, að við gætum ekkert gert þér, og þú þyrftir ekkert að varast«. — — Ekkert illt er svo lítilfjör- legt, að það geti ekki orðið okkur Hér er eitt karlmannsnafn og þrjú kvenmannsnöfn. Hver eru þau? Jónas Þ. Jónsson, drýtu. að meini. Margir trúa því, að smáskammtar af áfengi séu svo litlir og ómerkilegir, að þeir geti engum mein gert. Þeir hlægja oft, og gera gys að þeim, sem vara þá við þessum vana. En með tíman- um geta þessir litlu áfengis- skammtar farið eins með manns- likamann, eins og maurarnir fóru með musterið. Musterið hrundi fyrir fyrsta storminum. Maður- inn, sem tamið hefur sér slíkan vana, getur hrunið, látið lífið fyr- ir fyrsta sjúkdómnum, sem hann verður fyrir. Á meðan ekkert kom fyrir, stóö musterið. Á með- an ekkert kemur fyrir manninn, sem áfengis neytir, gengur allt sæmilega. En lít'ilsháttar mót- blástur, kvef, inflúensa eða annað slíkt, getur lagt hann í rúmið — og gröfina. »Magne«. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.