Vorið - 01.12.1949, Blaðsíða 18

Vorið - 01.12.1949, Blaðsíða 18
136 VORIÐ Ég held, að það sé orðið dálítið upplitað á brúnunum, Petra. PETRA (stanzar við vinnuna og horfir móðguð á hann): Upplit- að? — Nei, það veit sá, sem allt veit, að ekki er það upplitað. Það er alveg jafnnýtt og fallegt og daginn, sem þér keyptuð það. En þegar menn eru jafn smásmugu- legir og þér. ... MICKEISBERG: Hva-hva-hvað er er það, sem þér eruð að segja? PETRA: Já, ég segi það! Þar að auki finnst mér, að þér ættuð að spara yður þessa jólasveinsupp- gerð. Flestar telpurnar eru nú orðnar stálpaðar stúlkur, — það ættuð þér heldur að hugsa um — og reyna að finna upp á ein- hverju, sem getur skemrnt þeim dálítið um jó.lin. MICKELSBERG: Svona, svona, Petra litla, — ekki svona hrotta- leg, — ekki svona örg. Þetta er gömul erfðavenja, sem ég og ungfrú Juhl. .. . PETRA: Þér og ungfrú Juhl! Já, en um jólin á maður að hugsa um aðra, — en ekki sjálfan sig. — Það er nú mín erfðavenja! MICKELSBERG: Já, já, já, en það er bara ekkert við því að segja. Þetta er siður, sem er mjög gam- all hér í skólanum, á hverjum jól- um, — og við víkjum heldur ekki frá honum þetta ár. Hlustaðu nú á, Petra. — Ég get ekki þolað þessi föt,---ég hleyp út í bún- ingsverzlunina hérna á horninu og gái að því, hvort ég geti ekki fengið þar nýjan jólasveinsbún- ing, — ég kem aftur eftir augna- blik, — en þér megið ekki segja eitt orð um það við neinn. (Tek- ur glettnislega í eyrað á henni). Viljið þér lofa mér því, Petra litla? (Út í baksýn). PETRA: Svei, — þú! Þessi gamli vitleysingur! (Um leið og hún fer til vinstri): Því eldra sem fólk verður, því vitlausara verður það. MALEN (kemur eftir andartak inn um vængjahurðina): Góðan dag- inn! (Horfir í kringum sig). Nei, hér er enginn! (Býður sjálfri séf sæti á stól, framarlega): Gerið svo vel og fáið yður sæti. (Sezt). Kær- ar þakkir. (Sér kökufatið). Viljið þér ekki bragða eina litla köku? (Tekur linefafylli sína og stinguf hverri kökunni af annarri upp i sig, jafnframt því, sem hún þvaðrar áfram). Ó, það er næst- um of mikið. (Lætur sem hún tali við ungfrú Juhl): Já, lítið þér á, ungfrú. Ég kem til þess að tala við yður um þessa fangelsisfyrir- skipun, — hvort ég gæti eklu fengið henni frestað fram yfir áramótin, með því að-----af því að-að. . . . (Sér jólasveinsbúning- inn). O, hvað er þetta? (Tekuf upp kápuna og húfuna). Þú elskulegi Sankti Kláus! All- ur jólasveinsbúningurinn! (Setur húfuna á liöfuðið og heldur

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.