Vorið - 01.12.1949, Blaðsíða 32

Vorið - 01.12.1949, Blaðsíða 32
150 VORIÐ SVEINN GUNNLAUGSSON: Fagurt er (Niðurlag.) ERLA: Þá er röðin komin að þeim, Huldu og Ástu. HULDA: Eins og þið vissuð, fór- um við nú í grasaleiðangur, við Ásta. ÁSTA: Já. Við fórum nú aðallega að leita að brönugrösum. HULDA: Við hittum gamlan rnann, sem líklega hefur verið að líta eftir kindum. Við spurðum gamla manninn, hvort ekki væri mikið af fallegum blómum og grösurn hér á næstunni. ÁSTA: „Jú, jú,“ sagði karlinn, ósköp glaðlega. „Til dæmis er fullt af brönugrösum þarna rétt neðan við túnið á Gili, og það eru nú beztu grös, sem ungar stúlkur geta eignast. Þarf ekkert, kelli mín, nema stinga þeim und- ir kodda pilts, sem stúlka er ,,skotin“ í; nú, og þá verður hann þarna hamslaus af ást til hennar." Og svo hló karlinn eins og kátur strákur. Ég held, að hann hafi vitað, hvað við voruin að hugsa. HULDA: Við hlógum og kvöddum karlinn, og þökkuðum fyrir leið- beiningarnar. Svo óðum við yfir lækinn og gengum heim undir túnið á Gili. Þarna var Ijómandi á f jöllum falleg brekka, vafin alls konar blómum, og þar á meðal voru brönugrös. Við týndum nú tals- vert í klút af þessum forkostu- legu grösum, því að, eins og góð- ar skátasystur, ætluðum við að gefa ykkur ögn af þeim með okkur. HINAR (hlæja): Ósköp voruð þið hugulsamar. ÁSTA: Þið skuluð nú ekki verða of kátar strax. — Þegar við vor- um búnar að tína það, sem okkur lysti, datt okkur í hug, að það væri afbragð að fá sér sólbað þarna í hvamminum, svo að ör- uggt væri, að ekki sæist til okkar heiman frá bænum. Við sáurn enga lifandi veru, nema kýr, sem voru á beit þarna nálægt. Við af- klæddum okkur nú. — Ó, hvað það var yndislegt að velta sér þarna í sólskininu. — En allt í einu heyrðum við tramp. Við hrukkum ónotalega við og grip- um til fatanna okkar. Gesturinn kom brátt í ljós. Það var rauð- skjöldótt kálfgreý, og þá hægðist okkur nú. HUI.DA: Já, já. — Við vorum ekki vitund feimnar við kálfinn. Við réttum fram hendurnar og sögð- um: „Kalli, kalli greyið." En

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.