Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1907, Síða 6

Bjarmi - 15.01.1907, Síða 6
o B .1 A R M I grœðinga viljuni vcr af alhnga styðja svo að þeir geti náð sönnum vexti og viðgangi. Og þó að vér gefum oss sérslaklega við hinum innri málefnum kirkjunnar, þá munum vér alls eigi ganga /ram hjá hinum gtri. Fréttir verða sagðar frá kristilegri starfsemi i nágrannalöndunum og getið helztu bóka erlendra, sem krist- indómsvinum hér á landi gœtu verið kœrkomnar. En þó að vér viljum júslega hafa góð dœmi nágrannaþjóða vorra fyrir augum, þá viljum vér þó sérstaklega leggja rœkt við það, sem bezt er í kristindómi þjóðar vorrar, því að það stendur oss nœst og er flestum kunnast og hugnœmasi. 1 þvi skyni munum vér smám saman minn- ast á líf og starf helztu kennimanna islenzku kyrkjunnar og önnur góð og kristileg dœmi. Blaðið mun flytja stuttar greinar, leiðbeinandi og vekjandi, og kristilegar, smásögur, þýddar eða frumsamdar. Vér munum gjöra oss alt far um, að blaðið verði alþýðlega ritað. Persónu- legar deilur og þráttanir viljum vér forðast, en halda fast og hiklaust fram kenningum lieilagrar ritningar, sum- kvœmt skilningi tútersku kirkjunnar, þar sem hana skilur á við aðrar trú- arkenningar og skoðanir. Pað verðnr mjög undir viðtökunum komið, sem blaðið fœr, hvað oss verð- ur unt að gjöra til að prgða það að ytra frágangi, svo sem með myndnm og nýjum sönglögum. Vér viljum ekki lofa miklu i þvi efni, en efna þvi meira, ef föng verða á. Blaðið heitir »Bjarmi«. og viljum vér i því nafni fela þá von, að »nóttin sé umliðin og dagurinn sé i nánd« og með blaðinu megi i morgunsárinu ber- ast gleði og friðarljós til ýmsra, sem enn sitja i daufri skimu, svo að þeir risi á fœtur og gangi hiktaust undir merki Krists. Að svo mœltu sendum vér blað- ið frá oss og heitum á alla vini Krists og hans málefnis. að styrkja það eftir mœtti. Oss er kœrt að fá sem ftestar raddir frá þeim, sem vilja styðja blað- ið og stefnu þess, hvort sem það eru leikmenn eða prestar. Drottinn vor og konungur kirkjunn- ar gefi oss náð sina til þess, að blað- ið megi ná tilgangi sinum, þvi að með lifandi og slarfandi kristindómi stend- ur og fellur ÖII timanleg og andleg velferð hverrar þjóðar. Friður guðs veri með yður. Útgefcndurnir. € Til íhugunar. Látið orð Krists búa riku- legn meðal yðar! Það er gömul áminning, og sum- um kann að virðast, að hún sé ó- þörf. — En til hvers eigum vér þá að fara, til að leita að orðum eilífa lifsins? Hver treystir sér lil að benda á nokkurn eða nokkuð annað, sem veiti iðrandi hjarta fulla svölun og frið, geri stórsyndara að sæmdar- mönnum og ístöðulitla að hetjum, og tendri stöðugt vonar- og hugg- unarljós í svartasta myrkri mann- legra þjáninga? En hví heyrast þá oftar þunglynd- is-andvörp en gleðisöngvar hjá mörgu guðhræddu fólki vorá meðal? Og hví er oftar prjedikað og kveðið um baráttu og raunir, en um glað- vært, sigursælt trúartraust? Sumpart liklega vegna þess, að raunirnar hafa verið sá »prédikar- inn«, sem hefir haft mest áhrifin vor á meðal, en sérstaklega þó vegna þess, að lifandi, barnslegt samband

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.