Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1907, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.01.1907, Blaðsíða 7
B J A R M I 3 við þrieinan guð heíir vantað viðar en skyldi. — — Þeir eru furðumargir, sem þó hafa lært barnalærdóm sira Helga Hálf- dánarsonar, er setja upp undrunar- svip, þegar talað er um »gleðirika fullvissu um að vér séumguðs börn og samarfar Krists« (sbr. »Helga- kver« 109. gr.). Látíð orð hans búa rikulega á heimilum yðar, luisbændur, ekki af tómum vana heldur af kærleika lil hans, sem elskaði oss að fyrra bragði. — Hættið ekki að lesa fösturæður og syngja passiusálmana þann líma, sem nú fer í hönd. — — En samt má það ekki vera dauður vani. Hver, sem nefnir nafn drottins, láti af öllu ranglæti. Ósamlyndi, illyrði, ónot og kald- lyndi getur ekki þrifist á heimilum yðar, ef orð Krists eru yður kær í raun og veru. Þær eru æðikaldar stundum vetr- arhriðarnar, en þó er kaldara á sumum heimilunum. Pví opnið þér ekki hús og hjarta fyrir sól kær- leikans, þér, sem sitjið í kulda? Vorhretin valda drjúgum skaða, þegar nýgræðingurinn visnar og litlu lömbin verða innkulsa, en skaðlegri eru þó vantrúar og spillingar næð- ingar, sem tíðum verða efnilegasta nýgræðingnum að fjörtjóni, þar sem orð Krists fá elcki að njóta sin. -- Það er ekki nóg, að orð Krists sé umhverfis oss, berist að eyrum vor- um, lieldur þarf það að komast inn í hjörtun, og þá mun þunglyndi, í- stöðuleysi og vonleysi rýma sæti. — Með Kristi er gleði og gæfa, — án hans er lífið tilgangslítið basl, — »von, sem þó var að eins tál«. — S. G. >k r Ur ymsum áttum. Heima. Heimilisvinurinn mun ekki koma úl þetta ár, sumspart vegna þess, að ýmsir af útgefendum hans eru í hlutafélagi þessa blaðs, en einkum þó vegna þess, að meiri hluti af kaupendum hans og útsölumönnum hafa ekki enn gert skilagrein til út- gefandanna. Kristileg safnaðarstarfsemi i Reykja- vík, safnaði nálægt 430 kr. handa fátæklingum bæjarins fyrir jólin í vetur, og úthlutaði því aftur meðal 98 fátæklinga. Margur er greiðvik- inn og fús að gefa, en þó sögðu þeir, sem hlut áttu að máli,aðmunánægju- legra hefði verið að koma meðgjaf- irnar og sjá gleðitár fátæklinganna, en að sýna sumstaðar samskotalist- ann. — Þaðá margur við erfið kjör að búa í þakherbergjum og kjöll- urum Reykjavíkur ogheill sé hverj- um þeim, sem hleypur undir bagga með bágstöddum náunga sinum. Erlendis. K. F. U. M. í Randaríkjunum taldi 32 þús. meðlimi fyrir 40 árum, nú eru þeir um 406 þús. og árlegar lekjur þess eru nálægt 51/* miljón dollara. Eignir þess i húsum o. tl. erunærþvi37 miljónir dollara. Fé- lagið launar 2050 framkvæmdar- stjórum; sexliu og einn þeirra eru utan Randaríkjanna. Krislileg viðleitni (C. E.) hélt alls- herjar fulltrúaþinö i sumar sem Ieið í Genf i Sviss. Par voru saman komnir fulltrúar frá 30 þjóðum, en mælt á 25 tungumál. Aðalþorri þessara félaga er í Bandaríkjunum, en i norðurálfunni eru þau um 9,200 og meðlimir þeiri’a yfir 272,000. íl

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.