Bjarmi

Volume

Bjarmi - 26.02.1907, Page 3

Bjarmi - 26.02.1907, Page 3
B J A R M I 27 ef hún á að geta orðið landi og lýð til varanlegrar blessunar. Drottinn vor og frelsari Jesús Krist- ur hefir gefið oss liina fullkomnustu fyrirmynd urn sanna þjóðrækni. Hann varar sina þjóð við vantrú og siða- spillingu; hann leggur líf sitt í söl- urnar fyrir hana, og allar þjóðir um leið, af óumræðilegum kærleika. »Jerúsalem, Jerúsalem! þú, sem líf- lætur spámennina og grýtir þá, sem til þín eru sendir. Hversu oft hefi ég ekki viljað samansafna börnum þínum, eins og þegar liænan safnar ungum sínum undir vængi sér, en þér hafið ekki viljað það«. (Matt. 23, 37). Tökum eftir hinum óumræðilega kærleika hans, þegar hann biður á krossinum; »Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki, hvað þeir gera«. Vantrúin er stærsta synd hverrar þjóðar og hvers einstaks manns; hún er tjón lands og lýðs. Þetta sér hver sá maður, sem er sannarlega þjóð- rækinn. Honum er það því þyngsta sorgarefnið, þegar hann sér, að þjóð- in hans, sem hann elskar, eins og sína eigin sál, snýr haki við drotni sinum og frelsara og leiðir svo hegn- ingu guðs yfir sig og börnin sín. Spámenn drottins og postular Krists gefa oss líka í þessu efni hin fegurslu dæmi. Gefum gaum að Móse, þegar þjóð- in hans, sem liann álti að leiða á guðs vegum, gerði sig seka í þeirri heimsku, að gera gullkálfinn að guði sínum og dansaði kringum hann. Með hinni innilegu, djúpu hrygð guðlegs kærleika gengur hann á drott- ins fund og mælti: »Æ, þetta fólk hefir framið mikla synd, er það hefir gert sér goð úr gulli« (2. Mós. 32,31). Og síðan biður hann fyrir þjóð sinni með þessum óviðjafnanlegu bænar- orðum: »Ég bið, fyrirgef þeim synd þeirra! Ef ekki, þá bið ég, að þú afmáir mig af þinni bók, sem þú hefir skrifað«. Aldrei hefir kærleiksríkara andvarp stigið uppfrá brjósti nokkurs þjóðræk- ins manns. Sami guðlegi kærleikurinn og djúpa lirygðin býr í hrjósti Páls postula, þegar hann segir: »Ég hefi milda lirygð og sífeldan harm í hjarta mínu, því að ég vildi óska að ég væri sjálfur útskúfaður frá Kristi fyrir bræður mína, ættmenn mína eftir holdinu (þ. e. Gyðingana)«. Róm. 9, 2.—3. Sama guðlega kærleikann ber hann í brjósti til safnaða sinna meðal heið- ingjanna, sem hann liafði snúið til kristni. Það vóru alt bræður hans og systur í andlegum skilningi. Hann kveðst hafa auk allra þrenginga sinna »daglegt ónæði og átroðning og á- hyggju fyrir öllum söfnuðum. Hver er svo veikur, að ég sé ekki líka veik- ur? Hver hrasar, svo að ég ekki stikni?« (sjá 2. Kor. 11. kap.) Hér er þá kristileg þjóðrækni af- rnáluð fyrir oss i sinni legurstu og sönnustu mynd. Einkenni þjóðrækins manns eiga að vera bjargföst trú á guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist, og sú trú á að koma fram í ótrauðum kærleika til hvers einasta manns og lijartanlegri löngun til að hinda um þau sárin, sem helzt mundu blæða til ólífis, ef elckert væri um þau liirt. Og þyngsta meinið, banvæn- asta sárið, er vantrúin. Læknist það sár, þá gróa öll önnur mein þjóðar- innar. Þess vegna er það fyrsta og helgasta skylda allra þjóðrækinna manna, að leggjast á eitt með að græða það þjóðarmein með aðstoð guðs. Og þeir, sem elska Krist ein- læglega, geta ekki annað, því að kær- leikur hans knýr þá lil þess.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.