Bjarmi - 15.04.1908, Page 13
B J A R M I
69
„litiiin eigi náð guðs verða til ónýtis á öss“'
I3egar listaverkThorvaldsens, mynd-
höggvarans fræga, íslenzk-danska,
vóru ílutt heim frá Róm til Danmerk-
ur á herskipi, þá vildi svo til, að
dýrindis líkneski úr marmara rann
út úr reipi við uppskipunina og datt
niður á götuna og fór í mola. Tlior-
valdsen varð mjög angurvær út af
þessu. »Ég var búinn að höggva
myndina í sveita mins andlitis«,
sagði hann; »hún komst ósködduð
yfir höíin, mörg hundruð mílur vegar
og svo — nú, rétt þegar hún er kom-
in heim í landið, sem á að geyma
hana, þá fer hún forgörðum«.
Ég get skilið sorg Thorvaldsens;
ég skil það, að hann vissi hezt, hvað
marmaramyndin hafði kostað hann
mikla fyrirhöfn; hann lilaul að íinna
sárar til þess cn allir aðrir, hvílík
hneysa það var, að ln’in skyldi gjör-
skemmast, rétt I því er hún kom af
skipi á það landið, þar sem hún átti
að breiða gleði listarinnar út frá sér
í allar áttir.
En förum vér þá ekki cins með
verk guðs kærleika?
Vér höfum séð dálítið af því, hvað
guð hefir orðið að þola vor vegna
sakir kærleika síns. Vér höfum séð,
hvað hann he.fir lagt í sölurnar oss
til sáluhjálpar. ()g boðskapinn um
þetta hjálpræði helir trúfesti guðs bor-
ið óskaddaðan gegnum margar aldir,
alt til þessarar kynslóðar. Fagnaðar-
boðskapurinn er kominn lil þíu —
hann hefir náð til mín. Hann vill
komast inn í hvert einasta hjarta og
breiða blessun yíir líf vort.
Eigum vér þá að hrinda honum
fi’á oss? Eigum vér þá, að því er
oss snertir, að ónýla verk guðs hci-
laga kærleika? Væri það ekki
skammarlegt?
Eigum vér ekki heldur að opna
hjörtu vor fyrir hinni dýrkeyptu náð
guðs og biðja:
»Droltinn! láttu kærleika þinn fá
vald ylir mér!«
Jú, það skulum vér gera? Sú hæn
hefir búið i sálu minni, meðan ég
var að skrifa þetta. Ó, að þú, sem
lest þetta, mættir lika verða htils-
háttar var við hið sama!
(C. Skovgaard-Pelevsen:
»Et Blilc i Guds Kærligheds Dyb«.)
„Minn vinur er niinn<£. (Lofkv.
2, 16). Trúboðskona ein í Madúra
á Indlandi hafði sal'nað að sér fá-
einum þarlendum konum; hún las
fyrir þeim úr heilagri ritningu og tal-
aði við þær um kærleika Jesú lil
syndugra manna og um verk hans
oss lil sálulijálpar. Ein af konunum
lilustaði með stakri eftirtekt á hvert
orð, scm hún lalaði og mælti siðan
lil hennar:
»Stendur það alt þarna í þessari
hók, sem þér hafið sagt um Jesúm?«
»Já, og miklu meira, sem ég hefi
ekki sagt ykkur enn þá«.
»Svona bók vil ég fegin eiga. Sélj-
ið þér mér eina«.
»Það skal ég gera með ánægju. En
hvaða gagn hafið hér af bókinni, þér
sem ekki kunnið að lesa?«
»Satt er það. En bókina vil ég
sarnt eiga, af því að hún segir frá
Jesú og kærleika hans«.
Trúhoðskonan gaf henni þá lítið
testamenti, en konan þrýsti því að
hrjósti sér og kysti það innilega.
Síðan lauk lnin því upp og sagði:
»Bendið þér mér á staðinn, þar sem
nafn Jesú stendur«.
Trúboðskonan gerði það og þá
kysti hún þann slað með hinni dýpslu
lotningu. Síðan bað liún trúboðskon-
una að draga stryk undir það, svo