Bjarmi - 15.02.1909, Side 2
26
15.1 A R M I.
Þegar irelsarinn telur þá upp, er sælir
munu verða, þá byrjar hann á þessa
leið:
»Sælir eru fátækir í andanum; því
að þeirra er himnaríki« (Matt 5, 3).
Það er fyrsta sporið til sælunnar.
Er það ekki nóg, að vér tökum
sinnaskifti á þann hátt, að vér líkj-
umst börnum að sakieysi og lnein-
leika, eins og það gerist hjá börnum?
Nei. »Getur blámaðurinn skift hör-
undslit sínum eða hlébarðinn flekkj-
um sínum?« (Jer. 13, 23). Nei. Hrein-
leikinn og sakleysið er ávöxturinn af
áhrifum guðs anda á hjartalag vort,
þegar hjarta vort hvílist í faðmi frels-
arans, og þess vegna telur freisarinn
þá ekki fyrst og fremst sæla, sem
eru »hreinhjartaðir«.
Vér eigum ekki að gera annað en
það, sem vér getum, og það er þetta,
að vér auðmýkjum sjálfa oss, og
verðum smáir, eins og hjálparvana
börn, fyrir guði; þá vinnur guð sjálf-
ur alt verkið og gerir oss af náð sinni
sæla.
Lærisveinarnir héldu, að til þess
þyrfti sérstakar gáfur eða verk. Þess
vegna voru þeir að tala um það sín
á milli, Iiver þeirra myndi vera bezt
undir það búinn, að hann gæti orðið
mikill í himnaríki; þeim kom ekki til
hngar, að börn gœtu komið til mála,
þegar nm gnðs riki vœri að rœða.
Og þegar mæðurnar báru ungbörnin
til Jesú, þá ömuðust þeir við þeim,
Þeir litu eins og hornauga til drengj-
anna og stúlknanna, þegar þau vildu
líka vera viðstödd, þar sem Jesús hafði
samkomur; þeir ömuðust við því, þegar
þau smeygðu sér inn á milli full-
orðna fólksins, þangað til þau kom-
ust til Jesú. Svo stóðu þau þar og
hlýddu á hann og virtu hann fyrir
sér og gleðin ljómaði úr augum þeirra.
Lærisveinarnir ömuðust við þessu.
En frelsarinn kallar á eitt af þessum
hörnum og setur það mitt á meðal
þeirra og segir: »Hver sem tekur á
móti slíku barni í mínu nafni, tekur
á móti mér. Gætið yðar, að þér
fyrirlítið ekki neinn af þessum smæl-
ingjum, því ég segi vður, að englar
þeirra á himnum sjá ætíð auglil föð-
ur míns, sem er á himni« (5 og 10 v.).
Gáfur og hæfileikar eru ekki lítils
metandi. En alt slíkt verður að leggja
í hönd frelsarans, svo hann geti helg-
að það og gert það að náðargjöfum,
er svo stjórnist al' anda guðs. Ann-
ars eru gáfurnar holdlegar; þær gera
oss stæriláta og framkvæma ekkert
það er gott sé í raun og veru. »Ekki
með valdi og ekki með aíli, heldur
með mínum anda, segir drottinn her-
sveitanna« (Sak. 4, 6). Þeim, sem
mestar eru gáfurnar gefnar og sálar-
þrekið, verða líka að taka sinnaskiftum
og verða eins og börn, til þess að kom-
ast i himnaríki og verða sér og öðr-
urn til blessunar. Þess vegna ritar
Páll postuli: »Eg er sterkur mitt í
veikieikanum« (2. Kor. 12, 10).
Það kemur líka einatt fyrir, að
guð verður að gera einn eða annan
að lítilmagna, lil þess hann geti orð-
ið hólpinn (8. v.), ef hann trúir á
mátt sinn og megin og vill réttlæta
sig sjálfur.
Postular Jesú þóttust betri en aðrir
menn og hneyksluðusl ol'l á fram-
komu hans við tollheimtumenn og
bersynduga. Þeir litu svo á, að mál-
efninu góða, sem hann barðist fyrir,
yrði þetta að tjóni, að það væri hyggi-
legra af honum að fá hina réttlátu til
fylgis við sig. En hann spurði ekki
hold og blóð (þ. e. menn) lil ráða,
heldur lét hann kærleikslöngun sína
ráða og vilja föður síns á himnum:
»Mannsins sonur er kominn til að
frelsa það, sem glatað var«, sagði
hann. Það gleður hann meira að
frnna vilta sauðinn, en liina níutíu og