Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 2
162 B J A R M I Vitnisburðurinn um Krist. (Jóli. 5. kap.). Þegai' Gyðinga greindi á um það, hver Jesús væri, þá tóku þeir eigi vitnisburðinn um hann í orði guðs í gamlatestamentinu, heldur sendu þeir til Jóhannesar skírara og spurðu liann. En hann bar sannleikanum vitni. Jóliannes var trúr vottur, því hann svaraði þeirn beint eftir orði guðs í ritningunum. En af því að Jóhannes gjörði það, þá líkaði þeim eigi vitnisburður lians, og fóru þá heldur til fræðimannanna og tóku vitnisburð hjá þeim um Krist. það var vitnisburður eftir þeirra skapi, því að þeir svöruðu eftir »setningnm« sínum, en ekki orðí guðs í ritning- unurn. Að sama brunni ber enn í dag, í trúvarnarmálum vorum. Þeir, sem fylgja biblíulegum krist- indómi, bera það fyrir sig, sem ritað er, eins og hinn guðdómlegi höfundur krislindómsins kendi með dæmi sinu. Og taki þeir vilnisburði lijá mönnurn, þá eru það þeir menn, sem eins og Jóhannes skírari, bera eða hafa borið sannleikanum vitni, og svarað öllum trúarspurningum eftir orði guðs. Þeir, sem ekki fylgja biblíulegum kristindómi, og ekki trúa því, sem ritað er, heldur eru, meira að segja, að þrætast á um það, hvort þau séu heldur 10 eða 20 orðin, sem vér höf- um eftir Jesú í guðspjöllunum óbreytt — þeir verja eigi trú sína, með orðum ritningarinnar, lieldur með orðum liálærðra fræðimanna. IJað er nú þeirra trúvörn, eðlileg frá þeirra sjón- armiði. En lilið er um samræmið hjá þessum fræðimönnum, og enginn þarf að segja, að orðin þeirra »muni aldrei undir lok Iíða«, því að þeir taka þau jafnharðan aftur sjálíir, eða breyta þeim. Nátlúrufræðinguriun og vísinda- maðurinn mikli ísak Newton fann hvernig stóð á því, að samtíðarmenn hans margir vefengdu biblíuna. Hann sagði einu sinni: »Vér megum ekki lesa fagnaðarboðskapinn eins og mála- flutningsmaður les erfðaskrá, lieldur eins og réttborinn erfingi læsi hana«. Eins og eðlilegl er, þá les mála- llutningsmaðurinn erfðaskrána á þann liátt, að hann vegur livert orð og gælir grant að, hvort liún sé að öllu leyti lögmæt. En honum er engin gleði að þeim leslri. Margir lesa ritninguna á sama liátt, því rniður, og hafa enga gleði af því heldur. En sæll er sá, sem les fagnaðar- boðskap Krists eins og rétlnr erfingi. »Þetta er lianda mér!« hrópar liann fagnandi. Hann lofar guð fyrir auð- æfin, sem hann veitir honum, hin miklu fyrirlieiti guðs, náð guðs í Kristi, fyrirgefningu syndanna, föður- húsin. Alt þetta stendur honum til hoða. Hvernig lest þú ritninguna? Eins og málaflutningsmaður? Eða eins og réttur erfingi? Andatrúin Og hinir framliðnu. Eftir C. S k o v g a a r d - P e t e r s e n. Fyrir nokkrum árum síðan, gaf eg út bók með nafninu: »Er hægt að li/a á guðræknislegri hjátrú?« Þar reyndi eg að meta andatrúna kristi- legu mati. Síðan hafa mér borist eigi svo fá bréf frá kunnum og ókunn- u m an d atrúarmönn um. Ekki færi eg með sannindi, ef eg segði, að þau bréf hefðu öll verið jafn hlýleg. Eg minnist þess, meðal

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.