Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 3
B J A R M I
163
annars, að í einu bréfinu stóð: »Vér
látum eigi kveða oss niður með ritn-
ingarstöðum«.
í sjálfu sér var nú þessi athuga-
semd alsendis óþörf, því að í nefndri
bók leitaðist eg einmitt við að sanna
það, að andatrúin gæti eigi staðist á
þeim grundvelli, sem hún sjálf bygð-
ist á. En engu að síður er mér það
fuJlljóst, að andatrúarmenn munu á-
valt reisa rönd við hverri atlögu frá •
hálfu ómengaðs kristindóms, og hafa
þetta sama orð að kenniorði sínu:
»Vér látum eigi kveða oss niður með
ritningarstöðum«. En ekki getur
þetta aftrað oss frá því, að bera anda-
trúna upp við ljós guðs í biblíunni,
þegar færi gefst, — oss, sem trúum
því, að Jesús Kristur sé frelsari vor,
og að í biblíunni fáum vér fyllilega
áreiðanlega þekkingu á guði og lians
vilja.
Vér getum eigi kveðið andatrúna
niður með ritningarstöðum, — vér
viljum ekki einu sinni freista þess; —
en hins vegar viljum vér gjöra það
sem vér getum, til þess að andatrúin
hreiði eigi kristilega dýrlingsblæju yíir
sig óátalin, og leiði menn svo í villu
með því.
En að öðru leyti fær hver og einn
að ráða sínum dómi. —
Nú á síðari tímum hafa komið út
eigi svo fáar né smáar andatrúarbækur,
bæði á danska og enska tungu. Það
eru nú að sumu leyti þessar bækur,
senr gefa mér tilefni til þess að fara
enn nokkrum orðum um andatrúna.
Mér er það nú orðið ljósara, en
nokkru sinni áður, að ekki er hægt
að gera andaholdganir andatrúar-
manna að ofsjónum einum eða segja
að liin ósjálfráðu andaritverk þeirra,
sé öll sprottin af undirmeðvitund
miðilsins, o. s. frv. Eg get að minsta
kosti ekki slept þeirri sannfæringu, að
þrátt fyrir alla lygi, glæfra, blekkingu
og »undirmeðvitund«, sem olt getur
verið þessu samfara, þá kemur það
líka fyrir, að eðlilegasta skýringin á
þessurn fyrirbrigðum verður sú, að
liér sé um anda að ræða. Og þó að
eg sé kristinn maður, þá kemur þetta
alls eigi ílatt upp á mig. Engum
kristnum manni má koma það á ó-
vart, þó að andar geti gert yart við
sig í mannlífinu. En hilt er annað
mál, hvort það eru andar framliðinna,
eins og andatrúarmenn fullyrða. Eg
fyrir mitt lejdi efast um það. Að
minsta kosti ganga þær sálir að því
leyti sína götu. En liitt reynist manni
oft ókleyft, að gera öll þessi fyrir-
brigði að sjónhveríingum eða verk-
unum sálarkrafta, sem enginn þekkir
enn. Og það er aldrei hyggilegt í
ritdeilum, að skjóta annað en beint
á markið.
Láturn andatrúarmenn fá að halda
því, sem rétt er hjá þeim, — en
lieldur ekki meira. Þeir liafa áreiðan-
lega rétl tyrir sér í því, að andabirl-
ingar geta átt sér stað, og gerast oft
í raun og veru. Hér er um það eitt
að ræða, hvort þær séu þá líka æski-
legar og leyfilegar.
Því þó viðurkent sé, að eitthvað sé
til í raun og veru, þá er ekkert sagt
um hið siðfræðislega og andlcga gildi
þess fyrir því.
Eigurn vér þá, eins og andatrúar-
menn lialda fram, að leita sambands
við anda af öllum mætti? Ætti það
að vera einn verulegur þáttur í trú
hvers einstaks manns? Eða er sú
viðleitni eilt af því, sem vér af lieil-
ögum ugga og ótta eigum að halda
oss frá?
Þetta er aðalspurningin. Og eg get
ekki skilið, að svarið geti orðið ann-
að samkvæmt biblíunni en þelta:
Gættu þín, og gefðu þig ekkert að
því!
Það væri nú sök sér, ef andatrúar-