Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 1
BJARMI == KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ m III. árg. Reykjavík, 15. oltt. 1909. 21. tW. »En ég tek ekki vitnisburðhjá mönnuma. Jóh. 5, 35. Sira Friðrik Friðriksson er fæddur að Hálsi í Svaríaðardal 25. maí 1868, sonur Friðriks Péturs- sonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Pálsdóttur. í lærðaskólann kom hann 1886, en útskrifaðist 1893 og fór það ár til Hafnarháskóla og nam þar mál- fræði. í Höfn kyntist hann starf- semi »Kristilegs félags ungra manna« (K. F. U. M.) og gerðist startsmað- ur þess; hætti hann þá málfræðis- námi og las guðfræði við presta- skólann hér og útskrifaðist þaðan 1900, og vígðist til prests á sama ári. Síðan hefir hann helgað K. F. U. M. alt starí sitt. Fyrstu félagsdeild- ina hér á landi stofnaði hann 2. jan. 1899 með 45 lermingardrengj- um og hefur sá félagsskapur dafnað vel og horið góðan árangur. Nú á félagið stórt og veglegt hús við Amlmannsstíg hér í bæ, vígt á skír- dag 1907. Félagsmenn eru nú um 300 í þremur deildum eftir aldri, í yngstu deild 11—14 ára, miðdeild 14—17 ára og í aðaldeild yfir 17 ára. Um 200 ungar stúlkur hafa líka stofnað félagsskap með sér (K. F. U. K.) og vinna bæði felögin saman að nokkru leyti, og er síra Friðrik líka stofnandi þess félags- skapar og iramkvæmdarstjóri beggja félaganna. Tilgangur félaganna er, að »efla trúarlegt og siðferðislegt líf meðal Friðrik prestur Friðriksson. ungra manna og hlynna að andleg- um og líkamlegum þroska þeirra«. Síra Friðrik er mikill starfsmað- ur, en þreytist lítið, því að hann er svo glaður yfir stai'íi sínu. Nú er hann settur til að þjóna 2. dómkyrkjuprestsembættinu hér í Reykjavík til næsta vors í sjúkdóms- forföllum síra Haraldar Níelssonar. Vér óskum sira Fi'iðrik blessunar droltins af hlýjum huga og undir þá ósk taka margir æskumenn og foreldrar þeirra hér í Reykjavík og viðar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.