Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 4
164 B J A R M I menn segðu: »Kristindómurinn og biblían koma oss ekkert við. Vér göngum vorar götur, ogleggjum undir- stöðu að algerlega nýjum trúarbrögð- um; liinn sögulegi kristindómur er oss alsendis óviðkomandi«. En þetta segja þeir ekki einn af hverjum tíu. Þeir þykjast vera í fullu samræmi við kristindóminn. Þess vegna er tvöföld ástæða til að dæma um þá, eftir því sem kristindómurinn og biblían kennir. Og í biblíunni finst aðalstaðhæf- ingu þeirra livergi staður. Aðalstaðhæfing þeirra er það, að dauðlegum manni sé ekkert starf mikilvægara en það, að gera brú milli þessa heims og annars, með andabirtingunni, eða eins og hr. Stead (enski andatrúarpostulinn) komst að orði«: ^Það er nauðsynlegt, — nei, það er ekki einungis nauðsynlegt, heldur er það skýlaus skylda allra dauðlegra manna, að endurnýja ást- uðlegt samband við hina framliðnu, og halda því við«. Þetta er nú eitthvað annað en það, sem biblían segir. Það er hverju orði sannara, að biblían talar líka um að »gera brú«, en ekki milli manna hér í heimi og manna í öðrum heimi, heldur á milli hins fallna mannkyns og liins heiiaga guðs. Og brúin yfir það djúp er ekki kölluð andabirtingar, heldur náð guðs vegna Jesú Krists hins krossfesta. í biblíunni finst hvergi neinn staður, þar sem vér séum hvattir til að fást við andasæringar í nafni drottins og frelsara vors. Aftur á móti má finna marga staðií lienni.þarsemframliðnum mönnum er bannað að birtast lifandi mönnum og lifandi mönnum bann- að að leita sambands við framliðna. í góðu samræmi við þetta er það, að í hverjum andlega heilbrigðum manni býr heilög feimni við það, að eiga nokkur mök við anda. Hér á það við, sem Ingemann (danslca skáld- ið) segir um sjálfan sig, þegar hann var barn: »Eg þráði ekkert annað samband við andaheiminn en það, sem eg gat fundið sjálfur með kyrlátri barnsgleði, þegar eg fól hinum mikla föður heimsins hverja mína minstu hjartans ósk í kvöldbæninni minni«. Petta er heilbrigði i andlegum skiln- ingi. Hvert andlega heilbrigt og ó- spilt barn finnur þetta, og það finnur meira að segja hver andlega heil- brigður og óspiltur maður. Það er hverjum manni eðlilegt að finna til þess, að honum er þörf á sambandi við guð. Pörf mannsins á sambandi við framliðna er alveg gagnstæð þessu. Einmitt sá hinn sami, sem finnur til hins barnslega öruggleika í skjóli guðs, finnur líka lil óttablandinnar feimni við það að eiga mök við anda. Og þessi feimni er ekki undir til- viljun komin. Hún er þess verð að lienni sé gaumur gefinn. Hún hefir hinar sömu verkanir á þessu svæði, eins og blygðunartilfinningin á sinu svæði. Iiún er oss gefin til varnar. Þegar samræðisfj'snirnar vilja ganga sínar leiðir, þá kemur blygðunarsemin og knýr þær á þær brautir, sem guð hefir ákvarðað þeim. Hin eðlilega feimni hvers óspilts manns við anda- heiminn, leilast eins við að aftra vorri fýsn lil sambands við andaheiminn, þegar hún vill af forvitni ganga sína götu, í stað þess að ganga þær leiðir, sem guð hefir ákvarðað henni. Og guðs ákvörðuðu vegir liggja gegn um hann sjátfan. — Þeir liggja allir um Golgata og hásæti náðarinnar. Guð er sjálfur dyrnar, sem vér eigum inn um að ganga. »Sá, sem ekki gengur inn dyrnar inn í sauðabyrgið, heldur fer inn annarstaðar, sá er þjófur og rœningi<.<. (Jóh. 10,1.). Svo sagði Jesús forðum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.