Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1909, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1909, Blaðsíða 2
170 B J A R M I tíu, sem heilir urðu, hvar eru hinir niu? Vildi enginn gefa guði dýrðina, nema þessi útlendingur?« Þú veizt, að það var frelsaranum fyrir öllu, að faðirinn á himnum vegsamaðist fyrir kærleiksverk hans, — það var hans matur og drykkur, að gera guð vegsamlegan. Að því eina miðuðu öil lians verk — alt líf hans og dauði lians. Og guð vegsamast með því, að hans vilji verði, en það er vilji lians að allir verði hólpnir fyrir trúna á þann, sem liann sendi mönnunum til sáluhjálpar. Og guðs vilji varð hjá einum af tíu. Það var hrygðarefnið, Hvar eru hinir níu? Þykir þeim einskis vert, að þeir eru heilir orðnir af ólæknandi sjúk- dómi? Finst þeim þeir eiga það skil- ið fyrir sjálfs sins réttlæti? Þurfa þeir ekki míns réttlætis við? Finst þér ekki að þessar hugsanir muni hafa smogið eins og biturt sverð í gegn um hið viðkvæma og ástríka hjarta frelsarans, sem kominn var lil að bjarga þeim frá andlegum og ei- lífum dauða og — langaðí svo lijart- anlega til þess. Við höfum þegið óverðskuldaðar áslgjaíir af guði og frelsara vorum, en svo oít, svo oft gleymt að snúa aftur og gefa guði dýrðina fyrir þær og hrygt svo með því föðurhjarta guðs, af því að hann langaði svo hjartanlega til að þær yrðu oss til eilífrar blessunar. Gjörum frelsara vorum nú það heit, að snúa jafnan aftur og lofa og þakka, og biðjum hann að hjálpa oss til að efna það, (Þýtt). Andatrúin Og hinir framliðnu. Eftir C. S k o i> g a a r d - P e t e r s e n. (Frh.). Eg get að sjálfsögðu hugs- að mér margar mótbárur gegn því, sem ég nú heíi sagt. Iig ælla nú að láta mér nægja að benda á fáeinar. Menn munu segja: »Ef það væri als ekki vilji guðs, að vér hefðum mök við anda, þá hefði hann heldur ekki gert oss liæfa til þeirra lilula hér á jörðu. En þar sem guð, sam- kvæmt sínu heilaga orði, heflr gert nokkra rnenn hæfa til að eiga mök við anda, þá eru þeir hæfileikar rétt- mætir. Að nefndir hæíileikar eru lil — það er oss nóg. Þeir löghelga sig sjálfir. Guð gefur oss aldrei hæíileika til freislingar og einskis annars. Þetla síðast nefnda er eðlilega rétt. Það býr að sjálfsögðu engin sá hæfi- leiki í mannlegri náttúru, er sé að eins geíin oss til freistingar, og þá þar af leiðandi lil afneitunar, En hins vegar býr ekki einn einasti liæíileiki í mannlegu eðli, sem ekki rná bæði brúka og vanbrúka. Ég lel það engum vafa undirorpið, að sumum inönnum er gefmn hæfi- leiki lil að hafa mök við anda. Og eg vil bæla því við, að ég álít það sjálfsagt, að oss sé öllum gefinn sami hæfileikinn og miðlum andatrúar- manna; þeir liafa þá að eins í fyllri mæli; þeir eru andagiftarmennirnir á því svæði; en allir höfum vér í oss sömu liæfileikana. En af þessu leiðir enganveginn að vér eigum að venja og brúka þessa hæfileika til umgengni við anda, því miðilshæíileikarnir eru augsýnilega sérstakir hæíileikar. Hjá flestum mönn- um ber lítið á þeim, en hins vegar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.