Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1910, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.06.1910, Blaðsíða 7
B J A R M I 95 í dngr er dýrmtot tíð. í söfnuði nokkrum í Johnstown ( Pensylvaniu var stofnsett bibl- íulestrarfélag með 60 manns, en viku síðar voru 18 einir eftir, hinir allir dánir. Þeir höfðu farist með fjölda mörgum öðrum í vatnagangi. — Hefðu þeir vitað fyrir, hvað fresturinn var stuttur, þá hefðu fleiri viljað hlusta á guðsorð og enginn verið eftirtektalaus. Það er gullvæg regla við kyrkjuferðir að bæði prestur og söfnuður hafi það hugfast, að vel má svo fara að nú sé síðasta tæki- færið. Prestur nokkur bað byskup sinn að heim- sækja sig ( vikunni fyrir páska og taka þátt ( „kyrlátri guðsþjónustu". Byskup hafnaði boðinu, en bætti við: „söfnuður yðar þarf ekki meiri kyrð, heldur þarf hann jarðskjálfta". Biblíufélagið danska seldi árið sem leið 60 þús. biblíur, og 36 þús. nýjatestamenti en árið áður 48 og 19 þús. af hvoru. Utgjöld voru um 88 þús. kr. en tekjur voru meðal annars 50 þús. kr. bókaandvirði og 21 þús. kr. gjafir í kyrkjunni á nýársdag. Heimsspekingurinn þýzki A. Dreus, sern fer um land alt til að „sanna fólki að Jesús Kristur liafi aldrei verið til“, hefir vakið all- mikla eftirtekt um endilangt Þýzkaland. Alvörugefnir kristnir rnenn halda fjölmenna mótmælafundi, ekki aðeins gegn lionum, heldur og stefnunni, sem kom honum af stað. Búið var í maí að halda 55 slíka fundi í Berlín einni og var þar skorað á kyrkju- stjórnina „að koma í veg fyrir það hneyksli er prestar og guðfræðiskennarar höfnuðu hjálpræðisstaðhöfnum, og að varðveita sögu- leg og stjórnarfarsleg réttindi kyrkjunnar". Krigtniboðið á Grœnlandi. í fyrra komu fyrst kristniboðar til heiðingjanna við Kap York, sem er langt fyrir norðan alla aðra bygð á vesturströnd Grænlands. Kristniboðarnir Gustaf Olsen og Rosbach, voru báðir græn- lenskir að ætterni, en höfðu mentun s(na og uppeldi frá Danmörku. — Þeir láta vel yfir viðtökunum og segja fólkið námfúst, enda þótt enginn hafi enn beðið um skfrn. Heiinatriiboðið daiiskn hafði árið sem leið 187 prédikara og 105 umferðabóksala. Sam- komuhús þess voru orðin 478. Blöðin 6, sem það gefur út, höfðu 2300 til 48200 kaupendur. Blöðin heita: Indre Missions Tidende, Annexet, Et Ord med paa Vejen, De Unges Blad, Indre Missions Börneblad og Raadgiveren. Síðnstn 75 árin eru um 300 eyjar í Kyrra- hafinu orðnar alkristnar. Víða hvar sjá eyja- skeggjar sjálfir um allar safnaðarþarfir og styðja rækilega kristniboð hjá nágrönnum sfnum. 1 Fœreyjum eru alls 43 kyrkjur, eða kyrkja ( öðru hvoru hverfi að meðaltali, en prest- arnir eru ekki nema 7 og eru því sjaldséðir gestir í sumurn kyrkjunum. Að vísu sækja Færeyingar kyrkju og lesa þar lesturinn að jafnaði á helgum dögum, þótt ekki »beri að messa«. Og heimatrúboðið danska styrkir tvo menn til starfs í eyjunum, annar þeirra prestvígður, Moe að nafni. En samt er kvartað ( »Færisk Kirketidende« um prest- leysið, enda er ekki við þv! að búast, að 7 prestar geti vakið og stutt blómlegt safnaðar- líf meðal 17 þús. manna, þar sem samgöngur eru jafn erfiðar mikinn hluta árs og á Fær- eyjum. — í sumar á að halda fjölmennan æskumannafund ( Þórshöfn og bjóða frjáls- lyndu félögunum norsku að senda þangað fulltrúa. — Verður enginn frá Islandi? Heimilisprestiir páfnns, Giobbio að nafni hefir gjörst evangeliskrar trúar, og hefir það vakið eftirtekt. Hann var háskólakennari í lögfræði við merkann skóla ( Róm fyrir guð- fræðinga af aðalsættum, hafði samið ýmsar fræðibækur og var í svo miklu áliti hjá kardin- álunum, að hann var sendur nýlega með „postula umboð« til Sikileyjar. Svo er mælt að vinátta hans við merkan Valdensa prest, dr. Bostoli, sem sömuleiðis var áður kaþólsk- ur, hafi átt mikinn þátt í þessu. Róm syrgir en Wittenberg fagnar. Dr. F. (I. K. v. Bodelsclnvliig', nafnkunnur prestur þýzkur er nýlátinn nærri áttræður að aldri (f. % 1831). Faðir hans var ráðherra um hríð, og sonur lians leikbróðir og æsku- vinur Friðriks keisara, föður Vilhjálms, sem nú er Þýzkalandskeisari. Bodelschwing stund- aði heimspeki, náttúruvísindi og guðfræðisnám við ýmsa háskóla, varð fyrst presturí París fyrir Þjóðverja, síðar herprestur og loks prestur við nýstofnað geðveikrahæli og hjúkrunarhælii við Bulefeld árið 1871. Þar hefir hann starf- að síðan, með framúrskarandi dugnaði og hjálpfýsi. — Geðveikrahælin tóku afarmiklum framförum, rúma hátt á annað þúsund manns, og sömuleiðis hjúkrunarkvenna stofnanirnar. Bodelschwing stofnaði jafnframt fyrirmyndar verkmannaþorp, björgunarheimili fyrir drykkju- menn og fleiri vesalinga. Hann stýrði öllu þessu mannúðarstarfi, sem 1000 manns hafði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.