Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 8
6
B J A R M I
búa sig af stað. 1810 var enginn þarlendur
prédikari, nú eru þeir um 98 þúsundir.
Nú á kristniboðið og söfnuður þess hjá
heiðingjum 400 sjúkrahús, 500 barnahæli,
30,000 skóla, 160 prentsmiðjur og 900 kristi-
leg blöð og tímarit; en 1810 var ekkert til af
þessu.
Þá er munurinn ekki minni, þegar litið er
á einstök heiðin lönd.
Korea. Kóreubúar tóku ekki vel við kristn-
inni. Árið 1884 fengu fyrstu kristniboðarnir
að koma þangað og um jólin 1887 urðu þeir,
sem fyrstir létu skirast, að stelast til þess að
neyta heilagrar kvöidmáltfðar. En hvergi
hefur kristniboðinn miðað jafn fljótt áfram, og
fáir standa kristnum Kóreubúum jafnfætis að
trúaráhuga og fórnfýsi. Þeir eru orðnir 200,000
sem játa kristna trú. Og trú þeirra er meira
en varajátning. I fyrra haust settu þeir sér
það takmark að vinna miljón manna handa
Kristi; „unt er að ná því takmarki á ári“,
sögðu þeir, „ef hver fullorðinn safnaðarmaður
fær einn nýjan mann í viðbót á hverjum mán-
uði«. Þá voru safnaðarmenn alls 80 þús., en
nú í ár 200 þúsundir. Margir söfnuðir viija
eigi veita nýjum manni viðtöku, nema hann
hafi áður snúið öðrum landa sfnum frá heiðni
en á þenna hátt verða allir kristniboðar.
í sumar héldu Metodistar ársfund sinn í
Suður-Kóreu, og sóttu hann um 500 manna,
allir á sjálfs síns kostnað og flestii fótgang-
andi. Sumir voru fulla viku á ferðinni, 3
biblíukonur gengu 22 mílur enskar vegar og 1
blindur maður var leiddur 5 mílur, til þess hann
gæti verið viðstaddur. Á fundinum var vakið
máls á því, hve margir vildu gefa guði næstu
3 mánuði til kristniboðs, og 20 gáfu sig fram
þegar í stað.
»Eg skal vitna um Krist í búðinni minni á
hverjum degi«, mælti kaupmaður, „og auk
þess verja viku af hverjum mánuði til kristni-
boðs". „Eg gef 60 daga«, sagði ferjumaður
viðstaddur. „Eg gef allan tímann, nema
sunnudaginn«, sagði hinn þriðji, „því þá fer
eg sjálfur til kyrkju". „Eg get ekki gefið
nema 6 heila daga", sagði verzlunarerndisreki;
„en eg skal vitna um Krist, hvar sem eg fer".
Lfk voru ummæli hinna, nema hvað einn
sagði, að hann vildi verja 60 dögum af hverj-
um 90, þangað til miljónin væri komin. Blindi
maðurinn bauð fram alladagana og æfina með,
kvaðst ekki geta varið tfmanum betur. Gjafa-
dagarnir urðu als 2721, og svarár það rúmu
7 ára starfi eins manns.
Um sama leyti var annar fundur haldinn
í Ryung; þangað komu um 600 karlmenn og
vörðu viku til sambæna og biblíulesturs. Þar
voru gefnir um 4000 dagar. Fundarmenn
keyptu loks um 5000 guðspjallabækur lil út-
býtingar hjá sjer.
Með öðrum eins liðsmönnnum er hægt að
leggja heiminn undir vald Krists, og kristni-
boðarnir vænta hins bezta. (Meira).
S. Á Gíslason.
Hann dó fyrir þig!
Nálægt 1850 ferðaðist maður nokk-
ur frá Englandi til Kaliforníu, til þess
að nema þar gull, því að þar hal'ði
fundist gull.
Að ári liðnu sendi hann peninga
heim til konu sinnar, til þess að liún
og barnið þeirra gætu llutt sig til lians.
Og fólksflutningaskipið lél i haf
með þau ásamt mörgum öðrum.
Ferðin gekk vel, þangað til menn
vissu eigi fyrri til en kallað var upp
og sagt: íiÞað er kviknað í skipinu!
Eldur, eldur!«
Alt var gert, sem unl var, lil þess
að slökkva eldinn, en það kom fyrir
ekki. Skipsbátunum var hleypl niður
og þeir urðu sökkhlaðnir. Fólkið
ruddist óðara niður í þá. Þegar sein-
asti báturinn var að því kominn að
leggja frá skipinu, þá stóð móðirin
ein eftir á þilfarinu með barnið sitt.
Hún sárbændi mennina i hátnum að
taka sig og barnið. Þá var kallað úr
bátnum: »Það getur ekki nema einn
fengið rúm í bálnum«.
Móðirin bað, en liún fekk enga á-
heyrn. Hvað gjörði hún þá? Stökk
hún ekki ofan í bátinn og lét barnið
sitt verða eftir? Nei. Hún kysti fyrst
lilla drenginn sinn, og um leið og hún
lét hann síga ofan í bátinn, þá mælti
hún: »Ef þú hittir liann föður þinn,
þá segðu honum, að eg liaíi dáið
fyrir þig«.
»Hann dó fyrir alla, til þess að