Bjarmi - 01.01.1911, Page 9
BJARMI
7
þeir, sem lifa, skuli ekki framar lifa
sjálfum sér, heldur honum, sem fyrir
þá er dáinn og upprisinn«. (2. Kor.
5, 15).
Zóphónías Halldórsson þýddi.
Verði þér eftir trú þinni.
Fyrir þremur árum síðan, sat ég
ein um kveld með lítið veikt barn,
sem ég átti. Maðurinn minn, sem
var lika lasinn, hafði gengið út. Við
átlum engan mat og enga peninga
til að kaupa fyrir. Eg vissi að mað-
urinn minn gekk fram hjá bakaran-
um, en við vorum hrædd við skuldir,
svo ég hjóst ekki við, að hann færi
þar inn, til þess að fá brauð til láns.
Eg féll á kné og bað drottinn, að
senda okkur hjálp í neyðinni.
Um leið og ég stóð upp aftur, kom
tnaðurtnn minn inn úr dyrunum, ég
sá undir eins að eitthvað hafði komið
fyrir hann. Hann kom til mín, lagði
hendur um liáls mér, og sagði:
»Góða mín, ég er með mikla gjöf
banda þér, nú getum við keypt brauð.
Eg vissi mjög vel, að við átlum ekkert
brauð, en peningataus gat ég ekki
farið inn lil bakarans. En þegar ég
var á leiðinni heim, kom P. kandi-
dat til mín og gaf mér þenna 5 krónu
seðil. Hann og kona hans höfðu
komið sér saman um, að þú skyldir
fá hann, því þau álitu, að þú liefðir
fengið of lítið fyrir vinnu þína«.
En hið sanna var þó, að þau höfðu
horgað mér betur en allir aðrir.
En þannig svaraði drottinn bæn
mhini, og við féllum bæði á kné til
að þakka honum.
Hvað hann vildi verða.
Við burtfararpróf í skóla nokkrum,
voru lærisveinarnir, meðal annars,
prófaðir í trúfræði.
Þeir komu upp i niðurlaginu á sögu
Abrahams.
Þar á eftir spurði kennarinn læri-
sveinana, hvað þeir vtldu verða.
Ymsar framtíðar vonir komu í ljós.
Einn vildi verða hermaður, annar
sjómaður, þriðji bakari o. s. frv.
Að lokum ávarpaði kennarinn dreng,
sem var óframfærinn.
»Jæja, Albert, hvað vilt þú verða?«
Hann hikaði ofurlítið, svo sagði
hann:
»Eg vildi helzt verða til blessunar«.
G. Á. þýddi.
Úr ýmsum áttum,
Erlendis.
Sjón er sögu ríkari. Danskur rithöfundur,
Rósenberg — hefir skrifað mikið í Dannebrog
undir dularnafninu Craal — ferðaðist fótgang-
andi um Kína í fyrra, og skrifaði þaðan fjölda
mörg ferðabréf. Hann mintist vitanlega á
kristniboðið og segir meðal annars: „Það er
margt ljótt sagt um kristniboðana, jafnvel að
þeir hafi verið skuld i blóðsúthellingunum {
Boxarauppreisninni- Fólk, sem hefir ekki
þekkt Kfna, fremur en barn, hefir haft hleypi-
dóma á reiðum höndum. En ráðvandir og
sannleikselskandi menn, hafa einnig áfelt
kristniboðana í Kína“. — Höfundurinn dregur
ekki dulur á, að hann sje sjálfur ókristinn og
bætir við: „Jeg var, er jeg kom, fús til að
trúa því versta, en lcomst smám saman, en
áreiðanlega þó, á aðra skoðun. — Hvar sem
eg kom, gat eg nokkurnveginn séð á fólkinu
í Kína, hvort þar var eða hafði verið kristni-
boði. Ibúarnir eru þar þrifnari, námfúsari,
hata minna útlendinga. Allir vita hvar Jesú-
tang (Jesú-hús — kristniboðs stöðin) er, og
þeir, sem ekki segja meira, segja að minsta kosti:
»K r i s t n i b o ð i n n er góður maður".
— Ef menn vissu hvað erfitt og gleðisnautt
l(f Vesturlandabúa er í uppsveitum Kína,
mundu menn tala með rneiri virðingu um
kristniboðana«.
222 miljónir bibliur. Biblíufélagið breska
skýrir svo frá í ioó. ársskýrslu sinni:
Árið 1909 gaf það út 6,620,024 biblíur eða
biblíurit., af því voru 843,784 heilar biblíur
og 1,198,226 nýja testamenti.