Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1911, Síða 2

Bjarmi - 01.08.1911, Síða 2
106 B .1 A R M I á ofanverða 19. öld. — Hann slofn- aði og sunnlenzkt bókasafn og lestr- arfélag og veilti því forstöðu. Hannes byskup andaðist 4. ágúst 1796 í fullu fjöri; hann dó frá em- bættisstörfum. Það þótti þá mörgum íslenzkum embættismanni fegurstur dauðdagi. Dauðinn einn gat Ieystþá frá trúnaðarskyldunni við guð og föð- urlandið í embættisþjónustu þeirra. t* a ð er fagurt dæmi lil eftirbreytni. Fáeinir ökostir nýju guðfræðinnar. Eftir séi'a Jóhann Bjarnason. Rétt og sjálfsagt virðist það í alla staði, þegar manni er boðið eitthvað nýtt fyrir eitthvað gamalt, að maður athugi ókosti þess, sem í boði er, ekki síður en kosti. Getur maður þá betur en ella gert sér grein fyrir því, hvort skiftin myndi hafa gróða eða tap í för með sér. En að láta ga.malt af hendi fyrir nýtt án nokkurs ávinnings verður naumast talið hyggilegt. Því síður langar mann til að tapa á skiftunum. Og sízt af öllu vilja menn verða fyrir því, að „láta flá sig lifandi" í nokkrum viðskiftum. Hjá þess háttar óförum langar víst flesta í lengstu lög að komast. Nú stendur einmitt svo á, að verið er að bjóða oss íslendingum nýja guð- fræði fyrir gamla. Og þeir, sem gerzt hafa forvígismenn þess máls, leggja fast að oss að þiggja þau skifti. Bæði austan hafs og vestan er heitið á menn, til fylgis hinni nýju stefnu. Nýja guðfræð- in á að hafa svo marga og mikla kosti fram yflr þá gömlu, að það á ekki að sæma „svinnum manni" að neita öðru eins. Enginn maður á að geta heitið „sannmentaður", nema hannleggi gömlu guðfræðina niður og t.aki upp hina nýju. Þeir einir eru nú kallaðir „upplýstir menn“, sem aðhyllast nýju stefnuna. Allir slíkir eru taldir vera á leiðinni til að verða spekingar að viti, — þó ekki alveg eins miklir og leiðtogarnir sjálflr. Fyrr mætti nú líka gagn gera! Þeir, sem lesið hafa „Breiðablik", eða blöð þau, sem eru þeirra andleg syst- kini heima á Islandi og hér, vit.a, í hverju kostir hinnar nýju guðfræði eiga að vera fólgnir, það er að segja, að svo miklu leyti sem tilraunir hafa verið gerðar að benda á nokkra kosti. Það heflr naumast enn verið gert. Með- mælin hafa fremur verið fólgin í vill- andí orðagjálfri, raupi og skrumi, en í því, að benda á nokkra verulega kosti. En af því sí og æ er verið að gefa í skyn, að nýja guðfræðin eigi marga og mikla kosti, þá skal nú hór bent á nokkra ókosti hennar: 1. Nýja guðfrœðin er stefnulaus. — Gæðingar hennar vita ekkert, hvert þeir eru að fara. Einn fer þessa leið og annnr hina, en hvar hver og einn lendir, veit enginn. Einn tekur þetta atriði fyrir í ritningunni og vefengir, annar hitt; en hvað þeir vefengja næst, vita hvorki þeir né aðrir. Það eina, sem ákveðið er, er að halda áfram að vefengja. Öll biblían er talin óáreiðanleg. Sumir snúa sér að því að tæta Gamla testamentið í sundur, aðrir það nýja. En um að- ferðina við það verk verða menn aldrei sammála. Stefnurnar verða eins margar innan þessarar efasemdastefnu, eins og leiðtogarnir sjálfir. Og til þess að gera hringlandann enn meiri, þá eru litlu „kritíkur“-busarnir á sífeldu flökti rnilli leiðtoganna. Stundum trítla þeir á eftir Harnack, stundum á eftir Campbell, en stundum á eftir einhverjum öðrum, rétt eftir því, sem hentast þykir í þann og þann svipinn. Þarna sjáið þér stefnuleysi nýju guð- fræðinnar. Föst stefna er þar með öllu ómöguleg. Það eitt út af fyrir sig

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.