Bjarmi - 01.08.1911, Side 4
108
BJAR M I
um manna og halda honum þar við.
Sé maður nógu leiðitamur við nýju guð-
fræðina og efasemdaprédikara hennar,
getur naumast farið hjá þvi, að með
tímanum verði manni frelsandi trú al-
veg ómöguleg. En versti gallinn við
alt þetta er sá, að sumt fólk trúir ekki,
að hér sé nein hætta á ferðum. Það
er ekki fyrr en alt er orðið um seinan,
að það fæst til að sjá, að það hefir
verið dregið á tálar.
7. Nýja guðfrœðin drepur áhugann
lijá unyum m'ónnum að yerast prédik-
arar faynaðarerindisins. — Astæðan er
ofur einföld. Þegar menn eru orðnir
efandi, hikandi og haltrandi, vilja ærlegir
menn ekki íást við það að vera að
prédika. Menn vilja þá fremur alt annað
gera, eins og við er að búast. Þetta
er líka almenn reynsla, þar sem efa-
semdastefnan hefir náð sér niðri. Á
Þýzkalandi er sagt að prestaefnum hafi
svo fækkað við háskólana í seinni tið,
að til vandræða horfi. I Bandaríkjun-
um er reynslan hin sama. Einn af
gömlu prestaskólunum í austurríkjunum,
Andover-prestaskólinn í Massachusetts,
er nú úr sögunni. í hitt, hið fyrra voru
þar að eins ellefu stúdentar, en iíka
ellefu kennarar. I fyrra var svo skólinn
lagður niðnr, eða sama sem það. Það
er sem sé látið heita svo, að hann hafi
verið fiuttur til Harward — undir
verndarvæng Únítara þar —, en það er
vitanlega sama sem hann hverfi úr sög-
unni. „Kritíkin", eða nýja guðfræðin
varð skóla þessum að bana. Hann átti
Ijómandi byggingar, yfirfljótanlegt fé til
umráða, stórt og mikið bókasafn og var
að ytra áliti í mikilli velgengni. Samt
gat hann ekki iifað. Nýja guðfræðin
og „kritikin", sem hann hafði breitt
faðminn út á móti og hýst með svo
mikilli ánægju, höfðu sogið úr honum
allan merg og iögðu hann að velli löngu
fyrir tímann. Þannig er harmsaga
Andover-prestaskólans, sem fyrir eina
tíð var merkur og voldugur guðfræða-
skóli (byrjaði árið 1807, tilheyrði kirkju-
deild Kongregazíónalista).
8. Nýja guðfrœðin er óvinur liinna
ólánsömu. — Sú kirkjulega starfsemi,
sem „innri missíón" nefnist, hefir mjög
farið í vöxt i seinni tið. En hún er
aðallega í því fólgin, að hjálpa hinum
nauðstöddu og afvegaleiddu í borgum
og bæjum til að bæta andlegan og
líkamlegan hag sinn. Miklu fé er varið
til að hjálpa slíku fólki, en sú hjálp,
sem þannig er veitt, er auka-atriði í
þessari starfsemi, en ekki aðal-atriði.
Aðal-áherzlan er á það lögð, að fá menn
til að taka sinnaskifti og snúast —,
verða ákveðið, kristið fólk. Með þvi er
unnið tvent í einu: Það annað, að fá-
tæklingurinn eða ólánsmaðurinn, gengur
frelsaranum á hönd og læknast þar með
andlega; hitt það, að sá, sem bætt hefir
ráð sitt, skiftir svo um lifnaðarháttu,
að hann verður vanalega fær um að sjá
sór og sínum borgið. Fjöldi manna,
sem áður voru að veltast í hinu aum-
asta volæði, eru nú fyrir starfsemi þessa
orðnir nýtir menn- og uppbyggilegir í
mannfélaginu. En að snúa slíkum mönn-
um til trúar er vanalega ekki meðfæri
efasemdaprédikara. Til þeirrar vinnu
þarf ákveðnatrúmenn. Kæmistefasemda-
stefnan að í kirkjunni fyrir fult og alt,
yrði líklega lítið um þess konar prédik-
ara. Þar með væri þá þessi starfsemi,
sem nú er hinn bezti vinur hinna ólán-
sömu, alveg úr sögunni. Verður þá
lítið úr öllu kærleiksrausinu, sem si og
æ klingir í málgögnuin nýju guðfræð-
innar, þegar þeim er synjað um kær-
leikann, sem helzt allra manna þurfa
hans við.
En það er ekki einungis svona óbein-
línis, að efasemdastefnan er óvinur
hinna ólánsömu, heldur og líka bein-
Jínis. í því sambandi ætti að nægja,
að minna á andann í „Breiðablikum"
til „innri missíónarinnar" á íslandi.