Bjarmi - 01.08.1911, Blaðsíða 3
BJARM I
107
gerir hana óaðgengilega i mesta máta.
Þó er þetta engan veginn versti ókostur
hennar.
2. Nýja yuðfrœðin velcur innbyrðia
sundurhyndi. — Þetta sundurlyndi er
tvennskonar: I fyrsta lagi meðal
„krítíkur“-mannanna sjálfra, sökum mis-
munandi stefnu þeirra í afneitunarátt-
ina, en í öðru lagi milli nýju guðfræð-
inganna allra annars vegar og þeina,
sem gömlu stefnunni fylgja, hins vegar.
Þetta sundurlyndi og þessir flokka-
drættir lama framkvæmdir og spilla
allri samvinnu. Og þó að falskenningar
þessar standi ekki nema um stund og
hjaðni niður aftur, eins og samskonar
villukenningar hafa áður geit, þá eru
þær nógu skaðlegar samt á meðan þær
eru; því alt af eru einhverjir til, sem
til þess eru búnir að láta ginna sig út
i villuna. Þegar svo táldregna fólkið
er búið að fá nóg af nýju guðfræðinni,
þá er alveg eins liklegt, að það aðhyll-
ist hreinan og beinan heiðindóm, eins
og hitt, að það hverfi aftur til sinnar
upprunalegu lífsskoðunar. JÞannig kemur
nýja guðfræðin stór-miklu illu til leiðar
með sundurþykkjunni, sem hún hefir i
för með sór.
3. Nýja guðfrœðin gengur í lið með
óvinum Jcristninnar. — Kristindómurinn
hefir æflnlega átt íieira eða færra af á-
kveðnum mótstöðumönnum, sem leitazt
hafa við að kollvarpa honum með því
að reyna að sýna, að biblían væri ó-
áreiðanleg. Nú eru þeir ekki lengur
einir um það verk. Nýja guðfræðin
vinnur með þeim. Efasemdakenningar
hennar eru notaðar af óvinunum til að
sýna, að guðfræðingarnir sjálfir séu nú
komnir á þeirra mál; loksins sé þá
sannað, að kristindómurinn sé ekki
bygður á neinni vissu, heldur á óvissu.
Gott dæmi þess, hvernig mótstöðumenn
kirkjunnar nota falskenningar nýju guð-
íræðinnar, er kailinn úr ritstjórnargrein-
inni i tímariti Múhameðstrúarmanna,
sem sóra Runólfur Fjeldsteð minnist á
í fyrirlestri sínum frá síðasta kirkjuþingi.
(Sjá „Áramót" 1908, bls. 103—104).
4. Nýja guðfræðin spillir Jcenni-
m'ónnumm. — Hún er ekki bygð á
guðs orði, heidur á mannlegri speki og
sækist því eftir hrósi af mönnum. Hun
er veraldleg í eðli sínu og gerir menn
veraldlega. Hún er ófyrirleitin og gerir
menn óvandaða í framkomu sinni. Hún
er ósönn og leitast við að gera menn
ósanna.
5. Nýja guðfrœðin spillir prédiJcan-
inni. — í stað þess að prédika Krist
og hann krossfestan er nú farið að bera
fram ómerkilegt glamur urn „vísindi"
og „framfarir". Kenningin um synd
og náð er að hverfa. Nýja guðfræðin
heflr óbeit á henni. Svo hafa og allir,
sem vilja fá að lifa óáreittir áfram í
syndum sínum. Nýja guðfræðin vill
ekki styggja neitt aí börnum sínum, og
úr því bæði henni og þeim fellur illa
að talað sé um synd, þá er þvi slept
með öilu. Prédikanin verður, þegar bezt
lætur, dálitið fyrirlestrarbrot um ein-
hverja tegund af siðfræði. Friðþægingar-
lærdóminum er slept, eða sama sem
það. Fólk er hvorki vakið til umhugs-
unar um ástand sitt, né því bent á hinn
sanna veg til frelsunar. Með þessu
háttalagi er alveg vikið frá hinum eigin-
lega og upprunalega tilgangi prédikun-
arinnar.
6. Nýja guðfrœðin villir almetmingi
sjónir. — Hún beinir hugum manna
að bókstafnum, en frá andanum í guðs
orði. Hún er sí og æ að fást við hið
ytra, við búning ritningarinnar o. s. frv.
Fólk er látið einblína á ímyndaða galla
í biblíunni og athygli þess þar með
dregin frá Kristi, sem er aðal-atriðið
og hjartað í kristindóminum. Um á-
kveðna trú er ekki að tala, heldur er
mönnum sagt, að það sé „fegurst að efa".
Og svo vinnur nýja guðfræðin að því af
öllum mætti, að gróðursetja efann í sál-