Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ VI. árg. Iteykjavík, 1. maí 1912. 9. tbl. Veturinn er liðinn; blómin sjást á völlunum. Lo/kv. 2. 11—12. Gleðilegt sumar. Enginn samfögnuður inun vera jafnalmennur og ómeingaðri lijá oss íslendinguni en fögnuðurinn yfir komu vorsins og suinarsins, enda ern fyrsti vordagur og sérstaklega jijrsli siiniardagur oss ósjálfrált þreyðir /agnaðardagar. Og það er eðlilegt, að alíir fagni vori og sumri á þessu landi, hvernig sem kjör þeirra eru og hvorl þeir eru eldri eða yngri, því að veturinn er langur og dimmur og ofl öblíður, svo að vor og sumar verður oss jafnan sárþreyð lausnarslund undan hanahrögðum vetrarins, mönnum og skepnum til handa. Ovíða mun vorfegurð náttúrunnar vera sviphreinni og látlausari en hér á landi. Það er ekki eins mikið í hana borið, eins og í löndunum sunnar; en hún er hugfangandi engu að síður. Dregur nokkur maður anda með svo dauðri sál, að hann hafi ekki yndi af því, þegar »lóan er lcomin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin«, þegar »hjarans lirímkuldi þánar, liýrnarloftið og hlánar, fríkk- ar grænkandi foldarskanl«, eða þegar vorhlómin laka að lyfta sér móti sólu upp úr grænni grasabreiðunni um bala og hóla, eða af því að hlusta á sti'aumnið og fossanið? Og yfir öllu gnæfa svo fjöllin, sviphrein og snjókrýnd og minna á, að »alt er hreinast, sein hinininum er næst«. Já, íslenzkt vor er fagurt, og marg- ur lofar þá guð og þakkar lionum fyrir lausnina úr fangelsi vetrarins og laka undir með skáldinu: Guð veri lofaður, gæzkan ei dvín, guð veri lofaður, sumarið skín, skepnan öll kveður nú skaparans pris, skeiðið er hlaupið og sigurinn vís. Skeiðið er hlaupið og skammdegið svart skiftist á aftur við sumarið hjart; skeiðið er hlaupið — hinn dimmasta dal drottinn nú gerir að ljómandi sal. Skciðið cr hlaupið — á barmanna borð breiðir nú kraftarins lifandi orð. O, hversu drjúgt er, ó, drotlinn, þitt brauð, dáist mín sál að þeim grunnlausa auð. Þeir ferðamenn, sem koma hingað sunnan úr löndum, þegar náttúran hér er í fegursta blóma sínum, koma úr glaummiklu og saurugu stórborga- lííi og ferðasl liér i sviphreinni og látlausri náttúrufegurð vors og sum- ars — liafa oft látið i ljósi, að hvergi hafi þeir komið, þar sem sér haíi fundist að hægra mundi að lila barns- lega hreinu og glöðu lífi en á ís- landi; sjálf syndin lilyti að ldygðast sin fyrir að horfast í augu við hrein- leik og sakleysi náttúiunnar; hér séu heldur engin óargadýr; þó einhver liggi úti einn síns liðs, þá grandi honum engin vættur. Ó, því er miður, að önnur verður reyndin á. Hreinleiki og fegurð nátl- úrunnar megnar eigi að rýma burtu synd og saurugleika. Sé þér það sjálfum ljóst, vinur, hvernig krislilegt líf á að vera, sér-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.