Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 3
BJARMI 67 Ljá oss vizku, lctjtj oss ráð um sumarlanga líð að enda og bgrja alL mcð dáð, svo ár og síð hjörðin hciðri hirði sinn. Björn próf. Haldórsson í Sauðlauksdal. (1724—1794). (Niðurl.). l’að gegnir furðu, hver afkastamaður B. próf. var. Auk embættisþjónustu sinnar og annríkis við nýungar sínar allar, þá vanst honum tími til nytsamra rítstarfa, enda kveður hann: Æfitíminn eyðist, unnið skyldi langt um meir; sízt þeim lífið leiðist, sem lýist þar til út af deyr; þá er betra þreyttur að fara að sofa, nær vaxið hefir herrans pund, en heimsins stund líði f leti’ og dofa. Eg skal þarfur þrifa þetta gestaherbergi, eljun hvergi hlífa, sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem h 1 ý t u r; bið eg honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur«. Alkunnust eru búfræðirit hans og heim- ilisreglur, »Atli« og »Arnbjörg«, handa bændum og bændakonum, og kotnu þau mörgurn sfðar að góðu haldi; sumt var þýtt úr útlendum ritum, en sumt bygði hann á eiginni reynslu og dæmi konu. sinnar. Hann lagði mikla stund á grasafræði, eink- utn að því leytí, sem jurtirnar mættu verða til almennra nota og samdi því bækling, setn heitir »Grasnytjar«, til þess að fræða alþýðu um hver not megi hafa af íslenzkum jurtum, og er það leiðarvísir til garðyrkju og ræktunar á helztu matjurtum, sem vaxa á Islandi og að notum geta komið. — »Grasnytjar« er talið eitt hið merkilegasta plantfræðirit, er samið hefir verið um Is- land á fyrri tímum. Hann gaf og út á- grip af matjurtabók Eggeits Ólafssonar. — Framan við þá bók er kvæði eftir hann »Fjörgynjarmál«, vel ort, erfiljóð um Egg- ert Ólafsson. Mest af þessum ritum mun hann hafa samið eftir það er hann kotn að Setbergi, enda segir sá, sem ritar æfisögu hans, að löngun hans eftir nteira næði til ritstarfa hafi mestu valdið um, að hann fluttist þangað. I formálanum fyrir »Grasnytjum« segir hann: »Meðan mér vanst handafli til nokkurrar starfsemi, neytti eg hans með mínum fingrum, en sfðan þeirri atorku er lokið, þá neytti eg þriggja fingra að eins til pennans og þeirra verk er þessi bæklingur«. Björn próf. var og umbótamaður, að því er snertir ísl. tungu; hann lagði einlæga rækt við móðurmál sitt, og varla hefir nokkur lærður maður ritað svo hreina og góða íslenzku sem hann á 18. öldinni. Hann samdi og ísl. orðabók með latnesk- um þýðingum og var hún gefin út í Kmh. 1814, að viðbættri danskri þýðingu, sem 5 Isl. gerðu; þessi orðabók er talin ágæt fyrir flestra hluta sakir, enda vann hann að henni í 15 ár. Furðanlegast er þetta rit hans, þegar litið er á allar aðrar annir hans og hve afskektur hann var og átti svo Ktinn kost á nauðsynlegum bókum. Þröng þykja kjör sveitapresta í þeim efn- um nú, en hvað er það í samanburði við það, sem þá var; má að eins benda á, að þá var eigi hægt að fá bréf né bók frá Kauptnannahöfn, nema einu sinni á ári (á vorin) né komabréfi þangað nema á haustin, (( september). Eftir því voru samgöngurnar innan lands. Björn próf. var sæmilegur kennimaður og siðprúður og siðavandur, sem faðir hans og vildi láta snemma byrja á því að ala börnin upp tneð aga og umvöndun drottins. Hin öfluga trú hans á föðurlegri hand- leiðslu drottins var meginstyrkur hans í öllu hinu margbreytta starfslffi hans, og því gafst hann aldrei upp, þó að umbætur hans, þjóðinni til hagsældar, sættu margvíslegri mótspyrnu og aðkasti frá hennar hálfu. Hann hefir áreiðanlega getað tekið undir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.