Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 8
72 BJ ARMI Úr ýmsum áttum. Heima. Sfðnsta vetravdag hélt séra Friðrik Frið- riksson prédikun að kvöldi fyrir börn og for- eldra og var sú guðsþjónusta fjölrnenn og hin ánægjulegasta. Á sumardaginn fyrsta hélt síra Friðrik líka guðsþjónustu í dónnkyrkjunni til að fagna sumrinu, fyrir fullri kyrkju. Sömuleiðis prédikaði séra Ol. Ól. fríkyrkju- prestur fyrir fullri kyrkju. Svo er að sjá, sem menn taki þessari ný- breytni fegins huga. Ekki er það með öllu nýtt, að prestar flytji prédikanir á fyrsta sumardegi. Einn af eldri fræðimönnum hér í bænum ritaði oss þessar línur, þegar hann frétti. að guðsþjón usta ætti fram að fara í Fríkyrkjunni: »Það virðist hafa verið gömul og góð venja að flytja messur á sumardaginn fyrsta. Til eru bæði prédikanir og hugvekjur ætlaðar til lesturs á sumardaginn fyrsta, alt frá því á öndverðri 18. öld« (sbr. Heitdagapiédikanir, Hól. 1706). Sumarhugvekjunum fylgdu til- svarandi sálmar. ))Friðþa5giiig'nrlíertIóin<( gtiðfræðisdeildar háskóla vors, geta menn kynt sér í Breiða- blikum, sem eru nýbúin að flytja fyrirlestur þann, er Jón Helgason prófessor hélt á sýnódus í fyrra. Þar segir hann svo meðal annars: „Jesús Kristur er oss mönnunnm frömuður Gnðs fyrirgefandi náðar. Hann er það að vísti ekki vegna fulln ægj ugerð ar á vorn stað1) heldur vegna þeirrar opinber- unar kærleika Guðs, sem vér eigum honum að þakka, og vegna þess, hversu hann með þeirri opinberun sinni hefir gefið oss hinar öflugustu hvatir1) til þess að fullnægja þcim skilyrðum um yfirbót og helgun, sem Guðs fyrirgefandi náð er bundin". . . . Hverju svara prestarnir nú? Og hvað líst söfnuðum? — Hlakka þeir til að fá háskólagengna presta, er flytji þeim þenna „friðþægingarlærdóm"? Sýnódns verður haldin f Rvík 28. júní. 1) Leturbreytingar allar hér gerðar. Prestafundur Norðttrlands hefst tveim dög- um síðar á Hólum í Hjaltadal. Umræðuefni öll eru ókunnug almenningi. Föstug'uðsþjónustu á virkum dögunt hélt séra Þorvaldur Jónsson præp. hon. á ísafirði. Skyldi hann og séra Gfsli á Stórahrauni vera þeir einu prestar utan Reykjavíkur, er það hafa gert? Erlendis. K. F. U. M. í Lundiinum. Gjafirnar til stórbyggingar þeirrar, sem getið var hér ný- lega um í blaðinu, ukust um 60,000 kr. í febr,- mánuði, og auk þess liefir Pierpont Morgan, auðmaður frá Ameríku, lofað að gefa síðustu 180,000 krónurnar sem þurfi til að fylla tak- markið. Kainnard lávarður, nafnkunnur enskur kristindómsvinur, hitti Morgan á ferð suður í Kairó og fekk hann til að lofa þessu; enda hafði Morgan áður gefið stórfé til kristin- dóms þarfa. Annars hafa menn orð á þvf, að þessi Egyptalandsför Morgans verði hon- um sæmilega dýr, því að hann keypti í kopt- fsku klaustri nokkru handritasafn fyrir nál. U/» milj. En þegar skjölin voru rannsökuð, kom í Ijós að meiri hluti þeirra voru fölsuð, hvergi nærri eins gömul og sagt var, og því einskisvirði. Lnterskur trúboóafundur var haldinn suð- ur á Indlandi um síðustu áramót (80/n—4/i). Mættu þar rúmir 80 fulltrúar frá Lúterskum kristniboðum á Indlandi, bæði frá Þýíkalandi, Amerfku og Norðttrlöndum, og auk þess 12 þarlendir prestar. Taldist svo til að fundar- menn væru fulltrúar 400 lúterskra kristniboða og 250 þús, þarlendra lúterskra manna. Það hefir lúterskum trúboðum, og þá einkum þýzkum, áunnist þar syðra. Svipaður fundur var áður haldinn fyrir 4 árum, en verður væntanlega úr þessu á tveggja ára fresti. Fundarefnin eru einkum samvinna um skóla, sjúkrahús o. fl, og afstaða lúterskra lndverja gagnvart öðrurn kristnum flokkum þar í landi. Sumir, eða ef til vill flestir lútersku kristniboðarnir á Indlandi, munu ætlast til að lúterskir söfnuðir þar í landi haldi sérkennum sínurn og sjálfstæði föstu, en nokkrir vilja þó, eins og meiri hluti kristinna Indverja, að allir kristnir trúarflokkar þar renni saman f eina heild, myndi stóra og öfluga indverska kyrkju. Útgefandi: Illutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bj'arni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Bergstaðastig 8. Prentsmtöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.