Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 6
70
B .1 A R M I
altarið og játi þar sem »heilaga trú« safn-
aðarins: »fæddur af Maríu meyju . . . .
reis á þriðja degi upp frá dauðum«, en
standi daginn eftir við fyrirlestrarborðið,
eða komi fram í blöðunum, og. gefi þar
bæði söfnuðinum og sjálfum sér utan undir
með því að segja: nei, hann var ekki
fæddur af neinni meyju .... hann reis
ekki upp frá dauðum á þriðja degi?
Allur þorri manna kallar þess háttar ó-
ráðvendni og gjörræði, og guðfræðilegu
orða-flækjurnar, sem reynt er að hylja þetta
með, kalla menn Jesúíta-aðfarir.
Söfnuðir vorir sætta sig aldrei við þessar
aðfarir. Rétt-trúaðir og fríhyggjumenn taka
höndum saman um að vísa þeim á bug,
í nafni siðferðisins,
Það er í raun og veru ekkert, sem heflr
svo mjög vakið ótrú og óvild gegn nýju
guðfræðinni sem þetta.
Ný-guðfræðingarnir hefðu orðið meira
að liði framförunum, sem þeir berjast fyrir,
ef þeir hefðu tekið mönnum eins og Konorv
(prest 1 Björgvin) og Arnboe Rasmussen
öðru vísi, en þeir hafa gert. Kg er alveg
sammála þeim f því, að mótmæla málssókn.
En þeir hefðu átt að taka málið að sér
sjálfir. Þeir hefðu átt að segja skýrt og
skorinort við hlutaðeigendur: »hingað og
ekki lengra, vinir mínir, þetta má ekki svo
til ganga; þér verðið að hætta að mót-
mæla því á mánudögum, sem þér játið á
sunnudögum; ef þér samvizku yðar vegna
getið ekki komizt hjá, að mótmæla þeirri
trú, sem yður, þjónum kyrkjunnar, ber að
játa, þá verðið þér að segja af yður ern-
bætti og starfa fyrir sannfæringu yðar.
utan þess«.
Þessi umrnæli Klaveness hafa vakið afar-
mikla eftirtekt á Norðurlöndum, og komið
ný-guðfræðingunum mjög illa; því að hon-
um geta þeir hvorki borið á brýn »þröng-
sýni, fáfræði né bókstafs-þrældóm«, né
heldur flokksfylgi við rétt-trúnaðarstefnuna,
þvf henni kveðst hann engan veginn vera
sammála að heldur. S. A. Gfslason.
Nýjar bækur
sendar Bjarma.
Sigurður Breiðfjörð: Frá Grænlandi og
Ljóðasmámunir 1, i. útgáfa, Rvík 1911.
Kostar heft kr. r,oo.
Smámunir Sigurðar voru alþýðu kærir og
má búast við að þeim verði vel tekið. Sig-
urður Breiðfjörð var uppáhaldsskáld alþýð-
unnar og er það víst enn. Og hvað sem
annars má um hann segja, þá er það auð-
sætt af þessum kveðlingum hans („Hugvekj-
ur", „Flugan" o. fl.), að hann hefir verið trú-
hneigður maður, og glaðst við von eilífs lífs
í hretum og harðviðrum þessa lffs, eins og
hann kveður:
Þá heimur um dyrnar hrindir mér
hattinum af eg lyfti
og til hinna hnatta fer —
holl eru mér þau skipti.
Og svo kvað Hjálmar í Bólu:
Breiðfirðingur allan aldur
angurboða þoldi megn,
heiðnyrðingur heimsins kaldur
hamingjuvoðum stóð í gegn.
Breiðfirðingur kraft fyrir Kristi
klauf fyrir stafni öldur kífs,
leiðbyrðingur Rán svo risti
rjett í hafnir betra lífs.
Bókina er að fá hjá útgefanda, Sig. Er-
lendssyni bóksala í Rvík.
Catherine Booth (móðir Hjálpræðis-
hersins).
Þetta rit er lauslegt yfirlit yfir æfiferil þess-
arar merkilegu konu.
Sagan er f alla staði hin uppbyggilegasta
handa kristnum konum, þó að hún geti náð
til alira; viljum vér mæla sem bezt með henni
við alla þá, sem gerast vilja björgunarmenn
hvers konar skipbrotsmanna í andlegum skilti-
ingi;handa þeim er hún blátt áfram kenslu-
bók, fttli af heilræðum og góðum dæmum.
Bókin er um 150 þéttprentaðar bls. og kostar
1 kr. í forlagsbókaverzlun Hjálpræðishersins.
Leiðréttingar.
Einn af sögumönnum vorum hefir sent
Bjarma þessar leiðréttingar viðvfkjandi æfi-
ágripi Jóns próf. Steingrímssonar:
Hann kvæntist 29. sept. 1753 (ekki 1752),
var ekki vígður aðstoðarprestur til séra Daða
Guðmundssonar 1760, heldur preslur til Sól-
heimaþinga; hafði áður tekið djáknavígslu, er