Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 2
74 BJARMI og sneri þá öllum liuga sínum og hjarta til frelsara sins; upp frá því var stöðug framför í innra lííi hans. — Hann langaði oft til þess að vitna l'yrir öðrum um náð Jesú Krists, og sú löngun var meðfram orsökin til þess að hann fór að læra, því það var honuinkær framlíðardraumur.að verða prestur i guðs kyrkju. Hann hafði líka marga þá hæfileika, sem útheimt- ast til þess að verða góður prestur; hann var alvörupiltur, vel máli far- inn og stiltur, og í sálu hans brann sem heilagur altariseldur löngunin til þess að fórna lífi sínu fyrir Krist og ineðhræður sína. Hann talaði nokkr- um sinnum í fiokki félagsbræðra sinna og fór það vel úr hendi, en þá auð- mýkt álti liann sem ekki vildi trana sér fram, heldur bíða síns tíma. — Hann var trúfaslur í öllu; jafnaðar- lega fór hann inn á holdsveikra spít- alann til þess að slyðja þar kyrkju- sönginn, og margra sjúkra vitjaði hann á sunnudögum og las fyrir þá húslesturinn eða þá í nýjalestament- inu. Var þeim kær hin yfirlætislausa og ástúðlega framkoma hans. — Á sinni stuttu æfibraut varð hann þann- ig til blessunar og hin duldu áhrif af æfi hans vara enn þá við að vinna sitt hulda verk. — Sjúkdóm sinn bar hann með þolinmæði og undirgefni undir guðs vilja og var glaður yfir að fá að komast heim; liann hafði eignast hið bezta sem Iífið hér getur gefið, og dauðinn gat ekki skelfl hann. Hann var þegar dáinn og líf lians var falið með Kristi í guði, svo að líkamsdauðinn var ekki ægilegur. Hann hafði fengið sigur yfir mörgum freistingum fyrir kral't Krists og hann hafði sett lííi sínu hátt mark, og keppti að því, og hvað getur þá verið i rauninni betra hlutskifti en þetta, að lifa til blessunar og fá að deyja ungur í fullvissu um líf og starf og sælu á hak við dauðann. — En saml finnst oss, að vér megum ekki missa slíka unga menn frá oss, þar sem svo mikið er að gera hér og margl að lagfæra, og því auðugra sem land vort verður að slíkum æskumönnum eins og Gísli sál. var, þess betur verð- ur framtíð þjóðar vorrar trygð. — Minning þessa félagsbróður vors lifir á meðal vor og minningu hans setjum vér í K. F. U. M. þessa yfir- skrift: »Þeir trúföstu munu ljóma sem himingeislar og þeir sem öðrum hafa vísað á réltan veg sem sljörnurnar um aldur og æíi«. Blessuð veri minningin um þennan himingeisla, sem skein á meðal vor um stulta stund. — Fr. Fr. „Munið eftir Íslandií1' »Eg hið ykkur að muna e/lir ís- landi og kenna það niðjum ykkar og barnabörnum; þá gælir minna, þó að hinir eldri týni tölunni«. — Eina von- in íslands er núna, þar sem þið eruð og þeir, sem frá ykkur koma«. Þetta var síðasta og heitasta ósk og von séra Tómasar heitins Sæmunds- sonar lil vina hans og samverka- manna, í því göfuga starfi að hjálpa Islandi. Hann dó með þá ósk og von í hjarta sínu. Hvernig var nú trú þessa þrautgóða, áhugamikla og fórnfúsa ættjarðar- vinar? Því lýsir hann skörulega yfir í ræðu þeirri er hann hélt, þegar hann heils- aði söfnuði sínuin 1835. Þar segir hann: Iivað er sannleikur? Það er hin mikla spurningin, sem lengsl hefir ílæksl fyrir spekingum jarðarinnar, spurningin, sem allir þurfa að gela

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.