Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.05.1912, Qupperneq 3

Bjarmi - 15.05.1912, Qupperneq 3
BJARMI 75 svarað með nokkru móti, en sér í lagi þeir, sem eiga að kenna öðrum. Eg vil ekki dylja fyrir yður, bræð- ur, hvað eg álíl sannleika; þeirri spurningu virðist mér ærið liægt að svara, að því er trúarhrögðin snertir. Svo sannarlega sem nokkuð er satt og áreiðanlegt, þá er það það, að son- ur guðs er kominn í heiminn lil að friðþægja mennina við guð. Sann- leikann er hvergi að finna, nema í orði hans, sem til þess er fæddur og í heiminn kominn að bera sannleik- anum vitni; enginn gelur annan grund- völl lagt en þann, sem lagður er, ekkert nafn er mönnum gefið til sálu- lijálpar, nema nafn hins krossfesta Krists. Já, þó að engill kæmi af himni og boðaði annan lærdóm en þann, sem frelsarinn og postular lians hafa hoðað, þá væri hanu lýgi og í honum væri enginn sannleikur. Ef einhver meðal yðar hefir ekki þessa trú, þá er hann ekki á sann- leikans vegi; vegur hans er villa, sem leiðir til glötunar. Þessi yfirlýsing er tvímælalaus. En hvernig leit hann á samband Irúar og siðgœðis? Hann bendir lil þess í sömú ræðu: »Yfir höfuð verður það að vera hugfast og inngróið hverjum þeim, sem lærður þykist vera og öðrum á að kenna, að lærdómurinn gagnar mönnunum ekki — nema honum sé samfara ráðvant liferni, guðsótli og dygð; honum kemur að engu haldi, þó að hann kalli aðra til liimnaríkis, ef hann fær ekki að koma þangað sjálfur — »þó að hann geli stjörnun- um nöfn, ef hann verður sjálfur að fara út i eilíff myrkur« (shr. 1. Kor. 13, 1-2). í annari ræðu, sem hann liélt á prestastetnu 1836, kemur hann fram sem »vandlætislietjan, sterkum húin gerðum«, eins og Jónas kvað um Egg- erl Olafsson. Þar segir liann afdrátt- arlaust að vanda: »Síðasti og æðsti tilgangur stéttar vorrar (prestastéttarinnar) er það, að útbreiða, styrkja og staðfesta það, sem gott er, hjá vorum andlegu bræðrum. Eða hvað gelur verið ánægjulegra og farsælla en að mega álíta það til- gang lífs sins að gera mennina betri og farsælli, að lialda þeim fx*á þjón- ustu syndarinnar, að firra meðvitund þeirra glæpum og illverkum og sam- vizkur þeirra nögun og órósemi. Hvað er gleðilegra en að sjá menn fyrir tilstuðlun sína taka framíörum í því, sem gott er og guði þóknan- legt, að sjá nafn hans vegsamað á jörðunni og mannkynið meir og meir nálgast uppfyllingu fyrirheitsins: það mun verða ein hjörð og einn liirðir (Jóh. 10). Hvað er sælufyllra en að vita með sjálfum sér, gela sagl við sjálfan sig: At því að eg rak trúlega erindi drott- ins, þá hefi eg og sjálfur getað varist syndum, þá er hjarta mitt hreint og samvizka mín óilekkuð. Þó að það geli aldrei orðið, að lnieykslanir komi ekki, þá vei þeim manní engu að síð- ur, fyrir hvern þær koma. | Vér megum ekki liafa umburðar- lyndi við leslina; það hlýðir oss eigi að hylja fyrir sjálfum oss og draga dulur á spillingu timanna, sem vér lifum á. Það, sem er viðurstyggilegl og mönnunum ósæmilegt, verður al- drei fagurt, hverju nafni sem það er kallað. Ef vér getum sjálfir varast að gera félag við lestina, þá teksl oss vonandi betur að lala með djörfung, krafti og árangri i gegn þeim, þegar þeir sýna sig lijá öðrum. Dœmið er vant að fá hér meira að- gjört en orðið, auk þess sem raustin verður að þagna eða breyta máli, þeg- ar verkin geta eigi lengur aðstoðað hana.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.