Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 6
78 B J ARMI Ráðvandir og friðsamir menn geta spilað að ósekju, ef þeir spila peningalaust. Barns- leg sál getur leikið sér að rnörgu, án þess að spillast. Sú sál er barnsleg, sem hefir mestu ánægju af að gleðjast með góðum börnum. En bezta gleðin verður þó sú, að gleðja þá sem gleðisnauðastir eru. Gleðja einmana gamalmenni og munaðarlaus börn. Gleðja veika og vinalausa. Þetta eru sum æskufé- lög farin að gera. Og því meir, sem þeim fer frarn í góðu, þess fleiri einstæðinga munu þau gleðja. Og það kostar oft lítið og stund- um ekkert að gera þá glaða. Bróðurlegt og vinsamlegt orð og bros er sólargeisli í sorgar- myrkrinu". A öðrum stað í kafla þessum er tekið fram t. d. að verja ekki meiru en tíunda hluta í mesta lagi af fundartímum til dansleika. Hóf- leg gleði er þar hvergi bönnuð. En fyrr og síðar í ritgerðinni er tekinn fram þessi há- alvarlegi sannleikur: »/Í;í trúar og siðgœðis þrifasl œskufélögin aldrei. Verða þá til ónýtis eða ills eins«. V. En hvcrnig líkar nú Ungmennafé- lögunuin þessi stefna Skinfaxa? Hvar sem eg ferðast um landið, veit eg ekki betur en að þeim llki stefnan vel og reyni eftir föngum að fylgja lienni. Að eins á einum nafnkendum stað eru til félagar, sem ekki fella sig við hana, En að hve rniklu leiti það er, og eins hvernig ngi Skinfaxi fylgir henni, verður ekki sagt að sinni. Það eru fleiri ritgerðir en áðurnefnd rit- gerð I „Skinfaxa" um siðgæði og trú. Eru þær eftir ýmsa höfunda og allar á sama máli. Einkum hefir aðalritstjórinn II. Valtijsson lekið drengilega í þessi mál og sérstaklega minnt ungmennafélaga á ad rœkja vel helgi sunnudagsins. Að eins einn félagi lét þar I ljósi, að Skinfaxi ætti ekki að skifta sér neitt af trúmálum, „Iáta öll trúrnál, hverrar teg- undar sem eru, með öllu hlutlaus“. H. Val- týsson mótmælti þessu sköruglega. Og merk- ur ungmennaforingi, Sigiirður Vigfússon á Brúnum í Rangárvallasýslu, sagði í „Skin- fa.xa" i. ár. nr. 2. »Vér skulum sleggja út á djúpið,« örugg og vongóð, með »guðs orð fyrir leiðarstein í stafni“". „Starf vort blessast því að eins, að það sé unnið I anda Krists. Hann er andi hins sanna frelsis. Hann leiðbeini oss — haldi þjóðar-fleyinu í réttu horfi og stýri þv( gegn- um boða og blindsker". Meira. Allt kemur ofan að. Fyrir mörgum árum var fátækur og munaðarlaus drengur uppi á Frakklandi, Pétur að nafni. Hann var of ungur til þess að geta unnið lyrir sér sjálfur; en hann hafði fögur hljóð og söng oft úti fyrir dyrunum hjá ríka fólkinu. Ef ein- hver gaf honum brauðbita eða fáeina aura, þá var hann alt af vanur að segja einkar þakklállega: Allt kemur ol'an að. Svona þakkaði hann alt af lyrir sig. Hvernig stóð á því, að þelta liafði orðið að venju hjá honum? Þegar faðir hans lá á banasænginni, þá mælti liann við son sinn: wVeslings lilli drengurinn minn! Nú verð eg að skilja þig eftir einn þíns liðs liér á jörðu, og þú munt rata í raunir; en gleymdu því ekki, að allt kemur ofan að, frá föður okkar á himnum, liann mun hjálpa þér«. Pétur lagði orð loður síns sér ríkt á lijarta og gleymdi þeim ekki. Hann fór smátt og smátt að skilja hvað í orðunum lá og fór að trcysta sínum liimneska löður. Pað bar til einu sinni um vetur, að stormur reif stein niður af þekjunni og varpaði honurn niður á götuna. Steinn- inn féll á Pétur lilla, þvi að hann var þar á ferli; hann 'gat með herkjum risið á fætur aftur, en sagði þáaðvanda: Alll kemur ofan að. Drengir nokkrir gengu fram hjá og hlóu að honum, þvi þeir skildu ekki, hvað í orðinu lá; en þess var ekki langt að bíða, að Pétur litli fengi að reyna sannleikann i orðunum. Tæpri minútu síðar hrapaði reykháfur- inn ofan af einu húsinu þar í grendinni og varð þremur drengjunum að bana, sem rétt áður höfðu gengið fram hjá Pétri. Ef þakhellan hefði ekki stöðvað hann sjálfan, þá hefði hann líka orðið undir reykháfnum og beðið bana. í öðru sinni átti hann að fara lil næsta bæjar fyrir kau])mann með áríðandi verzl- unarbréf. Pað lá mjög á að koma bréfinu og varð hann þvi að fara skemstu leið til þess að verða svo fljótur sem unt var. En á leiðinni kemur liann að breiðum skurði; ætlaði liann sér að stökkva yfirhann; en hann dalt þá ofan í miðjan skurðinn og komst með naumindum upp úr lionum aftur; en þegar Iionum lókst það nú loks-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.