Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 4
76 B .1 A R M I Eða hvort munu þeirgeta verið verki guðs til eflingar, sem eru svo breysk- ir sjálfir, að þeir verða að draga úr viðurstygð lastanna, sem mega ekki finna að við aðra svo, að þeim verði ekki sagl að draga fyrst bjálkann úr auga sjálfra sín, sem verða jafnvel að verja ósiðina og hatast við þá, er á inóti mæla, til þess að geta afsakað ávirðingar sjálfra sín? Hverju ætli þeir komi til leiðar, sem fara gálauslega með emhættið, sem laka sér ekkert nærri, sem tala eins og hver vill heyra, og veikja virðing- una fyrir sjálfum sér með ótilhlýði- legum orðum og athæfi, þeir, sem hvorki lialda hinu góða á lofti né víta hið illa, eins og lítill sé munur góðs og ills? Eða þá liinir, sem ldiðra sér hjá að víta og áminna af ólta tyrir rödd manna, þora livergi við að koma og halda sér fyrir ofan eða utan mann- legt lif? F.igi presturinn að sjá ávexti af embætti sínu, þá verðui liann að stunda það með lííi og anda. Hann verður að áminna og aðvara með krafti, sýna ágæti og farsæld hins góða og óhamingju lastanna, láta hngann, orðin og verkin leggjast á eitt? Svo framarlega sem lífið er ekki lómur hégómi og gagnleg ástundun er lil — svo framarlega sem vér höf- um allir ætlunarverk í lieímínum og ekki stendur á sama, hvernig það er af hendi leyst — svo framarlega sem vér viljum, að líf vort verði ekki til ónýtis, heldur gelum endað dagsverk vort með gleði og góðri samvizku — þá verðum vér að stríða og verjast, meðan þróltur vinst til, veita viðnám ofurefli lastanna og spillingu aldar- innar; vér verðum að vanda sjálfa oss, að vér hvorki hneykslumst sjálf- ir né hneykslum aðra«. í munni séra Tómasar voru þessi áminningarorð meira en tómur hljóm- urinn. Hann lagði lííið í sölurnar lil að sýna, að honum var þella hjart- anlegt alvörumál og varð, eins og kunnugt er, sómi stétlar sinnar og sómi ælljarðar sinnar. Deg/ð, aðgjörðaleysi og ónytjungs- skap taldi séra Tómas eitthvert hið versta mein samtíðar sinnar. A presta- stefnu 1839 lalaði liann mest um það og sagði þá meðal annars: »Lífið verður lómlegt og gleðilausl og einkisvert, þegar lieita má, að ekki sé lifað fyrir neilt, hvorki lifað sjálf- um sér né öðrum til gagns eða á- nægju, ekki lifað fyrir þá köllun, sem maður er settur í, alt gjörl með hang- andi hendi, ekkert áslundað með lífi og fjöri, ekkert látið sæta alvarlegri ransókn eða fyrirhöfn, svo teljandi sé — þegar ekkert liggur eftir mann og ekki verður vart neins ávaxtar af því, sem að var hafst. Enginn á ráð á að lifa né deyja að eigin vild; en hver maður á ráð á að verja lífinu eftir sinni vild; því er sá líka virðingarverður, sein vinnur trúlega, meðan honum vinsl tíminn til, sem vinnur ekki fyrir sjálfan sig, heldur eins og þjónuslumaður í vín- garði drottins, og hugsar ekki um ann- að en að reynast húsföðurnuin trúr. Þegar æfiskeið Tómasar var á enda runnið, þá ritaði hann einum af vin- um sínum; »Eg ætlasl ekki til að nafn mitt liíi lengi eftir þaó, að eg er fallinn frá, en eg vii um fram alt fara með þá meðvitund í gröfina, að eg hafi lálið mér mest ant um af öllu að vera til nytsemi: En — »lengi mun lians lifa rödd lirein og djörf um hæöir, lautir, húsin öll og víöar hrautir, þá ísafold er illa stöddw. Vinir hans mundu trúlega eftir ís- landi. Og enn katlar hann lil lands- ins barna: Munið eftir íslandil Enn

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.