Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.05.1912, Blaðsíða 5
BJARMI 77 er ísafold illa stödd, og synir hennar og dætur felast eða llýja; krisiilega þjódrœknin er sljó og táplítil og því vantar þróttinn til að rækja þá skyld- una að lxjálpa Islandi. Því er það, að vér bendura enn einu sinni á dæmi séra Tómasar, sjálfura oss og öðrum lil uppörfunar. Bréf Tóraasar ætti hver maður að lesa, sem vill vera þjóðrækinn í sönn- nm skilningi. Þar finnum vér mann á hak við orðin, mann, sem að dæmi frelsarans fórnar lífi sínu fyrir þann sannleika, sem hann heldur fram. Föðurlandsvinir mega ekki og eiga ekki að vera eins og óinnleysanlegir itankaseðlar. Hvernig notaði Jesús heilaga ritningu? (Eftir 01/. Richard). I. Ritningin var hiiin að scgja /rá Jesií og vitna um hann, ríður en hann /ékk hana tit lesturs. Það er eins og Matteus guðspjallamaður hafi sérstaklega haft opið auga fyrir þessu. Hann hafði tekið eftir því, að ritningin segir frá þvf, að frelsarinn myndi fæðast af meyju, og verða kallaður ungur heim frá Egypta- landi, nema burt veikleika vorn og bera sjúk- dórna vora, að hans eigin þjóð myndi heyra kenningu hans, en þó eigi skilja, myndi sjá, en þó eigi þekkja, og enn fremur, að hann myndi naðverskur kallast. Jcsús skildi nríttúnma og náltúran skildi hann líka. Eftir skipun hans lægði storminn og ölduganginn á Genesaretvatni, og fiskur- inn kom á öngulinn hjá Pétri með pening í munninum, og ffkjutréð visnaði að rótum. Hér sjáum vér eins og endurtekna sögu Jónasar spámanns, en guðdómur Jesú er ber- sýnilegur. Ofviðrið skall á Jónas, en hann gat ekki stilt það, og guð sendir fisk, sem gleypir hann, en Jónas átti þar engan hlut að sjálfur, og undurnjólinn óx og visnaði svo, að Jónas gat hvorki látið hann spretta né visna. Guð gerði þau undur öll með krafti sínum. Og hið sama gat Jesús gert. Ritningin veit allt um hagi vora, ríður cn vér lesum hana. Hún segir frá þvf, að guð elskar oss með eilífri elsku og veitir oss náð, og sömuleiðis, að hann agar oss og lætur oss rata í raunir, en bjargar oss svo úr þeim öllum. Og Jesús segir sjálfur, að hver sem haldi sér stöðugt við orð hans, þekki sannleikann og sannleik- urinn muni gera hann frjálsan. Jesús slaðfesli gildi ritningarinnar með því að lesa hana, kunna hana, og með dómum sínum um hana og lilvitnunnm til hennar. Hann segir um hana: Ekki mun hinn minsti bókstafur eða stafstrik lögmálsins undir lok líða, fyr en þvf sé öllu fullnægt. Og enn fremur sagði hann við fræðimennina: Efþér trúið ekki bókum Móse, hver von er þá til þess, að þér trúið mínum orðum. Og hann vitnar til Daníels spámanns um framtíð guðs rfkis á jörðunni, sérstaklega um eyðingu Jerú- salemsborgar, og sú eyðing var aftur fyrir- bending um eyðingu (allra óvina guðs ríkis allt til heimsloka. Ungmennafélögin, Eftir G. Hjallason. Framh. IV. Hvað segiv »Sltinfaxi« um skemtaniv? „Skinfaxi" hefir f köflunum um frelsið og skemtanirnar ýmislegt, sem líka snertir sið- gæði og trú. Set eg hér fimtu greinina í kaflanum um skemtanir. „„Þegar þú vilt skemta þér, þá spurðujafn- an sjálfan þig: Get eg nú ekki glatt mig við neitt, sem er fallegra og betra en þessi skemt- un, sem eg nú ætla á? Geðjast hún nú beztu ástvinum mfnum? Þarf eg ekki að skammast mín neitt fyrir liana fyrir þeim og fyrir skaparanum? Get eg þakkað hoiuim fyrir hana? Bindur hún mig ekki? Ætti eg ekki heldur að fara heirn í hreysi einhvers aumingja og gleðja hann, en að ganga í þetla skemtihús ? Ein skemtun getur og verið hættuleg fyrir aðra, þó hún sé það ekki fyrir mig““. „Skemtunin fer annars cftir hjartalaginu. Hreinhjörtuðum ungling er til dæmis óhætt að dansa með öðrum siðsömum æskulýð. Sá er hreinhjartaður, sem rekur hverja ósiðsama hugsun á dyr, áður en hún kemur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.