Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 20.12.1918, Blaðsíða 1

Bjarmi - 20.12.1918, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XII. árg. Reykjavík, 20. desember 1918. 23.-24. tbl. Sú þjóó, sem gengur í myrkri, sér mikið Ijós. (Jes. 9, 2). Á jólanóttina. Gefðu mjer barnsins lund og barns- ins traust, góði himneski faðir, er jeg reyni að tala við þig á helgri minningar, fagnaðar- og þakkar-stund. Jeg veit að það lofa þig og veg- sama miljónir miljóna þessa jólanótt, og mig langar til að vera í þeirra tölu og taka undir englasöng, þótt jeg búi í jarðardölum. Minningarnar streyina að mjer, kærar minningar frá barnsárum mín- um, er jeg lærði fyrstu jólaljóðin hjá ástvinunum á bernsku heimili mínu og heyrði um fyrstu jól lijá hjarð- mönnunum á Betlehemsvöllum. Góði Guðs andi, láttu þær minn- ingar allar hjálpa mjer til að nálgast í anda »jötuna lágu« með auðmýkt fögnuði og þakkargjörð. Með auðmýkt, því að jeg er synd- ugur maður, og heíi oft gleymt þjer, jafnvel lálið stundutn soll og and- varaleysi hertaka mig um sjálf jólin' og er ekki verðugur að nálgast kon- ung jólanna. En dýrð sje þjer og þakkir, Drott- inn Jesús Iíristur, að þú vilt samt veita mjer viðtökur og gefa mjer og ástvinum mínum nýja gleði og n^'jan frið á hverri jólahátíð Því vil jeg fagnandi vegsama þig og þakka þjer, ástríki frelsari minn, að þú vildir koma til vor jarðarbarna og frelsa oss frá synd og sekt, og að þú skyldir vilja taka jafnvel mig í tölu barna þinna. Drottinn, Droltinn, láltu þakklæti mitt aldrei dvína, en láttu það hjálpa mjer til að elska þig, þitt málefni og þín börn, hvar sem jeg mæti þeim. Ástkæri frelsari minn, gefðu mjer og mínu heimili meira af kærleika og tneira af þínum anda, svo að alt vort líf sje lielgað þjer, og það sje besta jólagleði vor að gleðja þig og alla þína smælingja. En hendur vor- ar ná svo skamt, og því bið jeg þig, Drottinn, að senda engla þína til allra þeirra, sem sorgin og söknuður- inn býr hjá nú urn jólin, þegar aðrir eru glaðir. Látlu þá þerra tárin, þar sem grátið er, benda á himnesk von- arljós, þar sem jarðnesku vonirnar eru dánar, og flytja hjartafrið og trú- ar örruggleik þangað sem efasemdir og kvíði rikir. Gefðu oss öllum gleðileg jól af ei- lífri iniskunn þinni. Amen. Á jóladaginn. Dýrð sje þjer, mikli Drottinn him- ins og jarðar, þú sem elskaðir oss að fyrra bragði og gafst oss þinn ein- getinn son. Faðir kærleikans, faðir miskunnsemdanna, vjer lofum og veg- sömutn heilagt nafn þitt. Dýrð sje þjer, Drottinn Jesús Krist- ur, fyrir hjálpræði þitt, fyrir ljósið og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.