Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.06.1919, Side 8

Bjarmi - 15.06.1919, Side 8
104 ÖJARMl skreytt sig með. Nú var hann ríkur með ríkum og voldugur með volduguma, (bls. 41). Föðurástin olli því. Hún var stórvelrii í lífi hans, sem afmáði alt gamalt og gjörði það nýtt. Bernskuárum »Klöru Gullu« er snildar- lega vel lýst. Heimilið hennar er fátæklegt, einfalt og óbrotið, en roðað af sólskini barnæsku og barnsástar, hún fellur sem lilý gróðurdögg á hrjóstugt hjarta Jóns gamla, og tengir hann æ traustar óvið- jafnlega barninu; það er samgróið hjarta föðursins, liugsunin um barnið elur og endurnærir eldheita og óslökkvandi föð- urástina, uns hún að lokum útrýmir allri heilbrigðri hugsun 'og festir barnalegar draummyndir í huga gamla mannsins. Víða er í sögu þessari Iátlaust gaman og djúp alvara svo sameinuð að lesand- inn hlýtur að lesa hana brosandi með tár i augum. En þegar enginn fallegi draumurinn um hana Klöru Gullu rætist, og allar óteljandi vonirnar, sem við hana voru tengdar, verða að engu, þá dregur höfundurinn lesandann ofan í neyðardjúp föðurhjarta, sem brestur af harmi. Þannig lýkur sögunni eftir að vitfirring og allskyns mæða hefir ásótt gömlu hjónin í Fellskoti og Klara Gulla hefir horfið burt frá æskuheimili og foreldrum. Hún talar máli föðurástarinnar þessi saga, og væri vel að sem flest ungmenni vor vildu Iesa hana með athygli; vera kynni að einhver kannaðist þar við sína eigin sögu að meira eða minna leyti, og efalaust getur hin gullfallega saga skýrt og minnt lesandann á þakkarskuld við eigin föður eða móður. Giiðrún Lúrusdótlir. Hvaðanæfa. Heima. Prestaslefnan (Sýnódus) verður haldin í Reykjavík 26.-28. þ. m. Magnús dócent Jónsson prjedikar í fundarbyrjun í dóm- kirkjunni og 2 eða 3 erindi verða llutt i kirkjunni í sambandi við Sýnódus, en annars verða fundahöldin i húsi K. F. U. M. — Síra Arne Moller, sem mikið hefir um ísland skrifað, og síra Haukur Gislason frá Kaupmannahöfn, eru báðir væntanlegir liingað með Gullfossi, og verða að sjálfsögðu á Sýnódus, — Hitt er orðum aukið, að norrænn presta- fundur verði lijer í sumar, og scnnilcga hætta sænsku guðfræðingarnir við að koma í þetta sinn, sem hingað ætluðu. Síra Ólafur Slephensen hefir verið sett- ur prestur að Bjarnarnesi í Ilornafirði og fluttist þangað austur nú með Sterling. Vestan um haf. Iíirkjiiþing Veslur-íslendinga (hið 35.) verður haldið i Árborg, Manitoba 25.— 30. þ. m. Adam Porgrímsson, gagnfræðingur frá Akureyri, sem verið hefir undanfarin ár við guðfræðisnám i Chicago, var prest- vígður 4. f. m. í Winnipeg af forseta Kirkjufjelagsins. Verður hann prestur i Marrows-bygðum nálægt Manitoba-vatni. Konan hans og 4 börn þeirra fóru vest- ur um haf með Lagarfossi siðast. — Bjarmi óskar þeim allrar blessunar. Alhent ritstjóra Bjarma siðan seinast var auglýst: Til Hallgrímskirkju: Frá Gísla (áheit) 20 kr., frá prófasti Jóni Sveinssyni, Akra- nesi 28 kr. 50 a. I Jólakvcðjnsjóð: Frá börnum í prcsta- kalli sira V. I. Sigurðssonar, Desjamýri 9 kr. 61 a. Bjarma borguðu: S. J., Grindavik, 10.— 13. árg, 10 kr., V. J., Geirshlið, 13. árg., 4 kr., S. Guðmundsd., Vestmannaeyjum, 13. árg., 10 kr., I. Sigurðsson, Rvík, 3 eint. 13. árg., 8 kr., A. A., Laugarnesi, 13. árg., 10 kr. í Jólakveðjusjóði eru nú 93 kr. 87 a., og er það alt of lítil upphæð til þess að hægt sje að kaupa vandað isl. málverk til endurprentunar. Komi engin veruleg samskot mjög bráðlega, verður ekki hægt að senda dönskum börnum neina mynd um næstu jól. Vegna margra fyrirspurna skal þess getið hjer, að jeg er ekki búinn að fá svar Kirkjufjelagsins íslenska vestan hafs um hvort það gengur aö þeim skilyrð- um, sem jeg setti upp, þegar köllunar- brjefið kom að vestan í vetur, og veit jeg því ekki enn, hvort jeg fer eða verð kyr. S. .1. Gislason. Prontsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.