Bjarmi - 01.03.1921, Blaðsíða 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
XV. árg. Reybjavík, 1. mars 1921. 7. tbl.
Pill orð er lcimpi föla thinna og Ijós á vegum míiuim. — Dav. sálm. 119, 105.
Lestur biblíunnar.
Oft hefi jeg orðið þess áskynja, að
trúrækið fólk hjer á landi vanrækir
mjög að lesa biblíuna, þó að hún
sje við hendina; liún er geymd eins
og helgur dómur, en aldrei í hana
litið.
Óg þó er það einmilt biblían, sem
ætti að rjettu lagi að vera lestrarbók
á hverju því heimili, þar sem Guðs
orð er annars í heiðri haft.
Ætti ekki hver trúrækinn maður
að fyrirverða sig fyrir, að hafa við
hendina bestu bókina, sem rituð hefir
verið, besta leiðarvísirinn í lífinu,
fullkomnustu trúarbrögðin, fegursta
siðalærdóminn og — lesa þó aldrei
í henni? Mjer finst, að svo hljóti
það að vera, ef um þetta mál er
hugsað í nokkurri alvöru.
Jeg veit að sönnu, að trúrækið
fólk les í postillum og öðrum guðs-
orðabókum á helgum dögum og
endranær, eða syngur sína sálma.
En þetta er alt annað en að lesa í
ritningunni sjálfri. Þessir »lestrar«
eru upphaflega svo til komnir, að
. biblíur voru eigi fáanlegar handa
heimilunum; þeir voru þá einskonar
neyðarúrræði, og þá auðvitað miklu
betra en ekki. Nú er ekki lengur
hörgull á biblíum, svo að biblían
ætti nú að vera til á hverju kristnu
heimili og sitja þar í fyrirrúmi fyrir
öllum guðsorðabókum, hversu góðar
sem þær eru laldar að vera.
Prjedikunarbækur, þótt andrikar
sjeu, eldasl, úreltast og tæmast, þegar
liinar sömu eru lesnar tilbreytinga-
laust ár eftir ár; en biblían eldist
aldrei nje tæmist; djúp hennar og
auðæfi verða því meiri, sem meira
og oftar er lesið í henni. Þelta vila
allir þeir, sem reynt hafa fyr og síð-
ar. Þess vegna er það lestur biblí-
annar, sem á að vera í fyrirrúmi á
hverju kristnu heimili, því að hann
er sílifandi og ávaxtasamastur.
Hvernig stendur þá á því, að gamla
húslestraraðferðin er eigi lögð niður
og hin nýja tekin upp í staðinn?
Því veldur að minni hyggju eigi
sfzt ónóg biblíufræðsla, ónóg ferm-
ingarfræðsla í æsku.
Þeir eru til, sem lesa biblíuna, en
þykir árangurinn af því lítill og
hætta því svo oft smám saman, í stað
þess að þeir ællu að rannsaka ritn-
ingarnar daglega eins og poslulasöfn-
uðurinn í Beröa (Post. 17, 11) gjörði
forðum og byggja svo trú sína á
eigin ransókn, en ekki eingöngu því,
sem þeir lesa eða heyra aðra segja.
Væru nú þessir biblfulesendur
spurðir hver fyrir sig:
»Skilur þú það sem þú lest?« þá
hygg jeg að þeir mundu svara:
»Hvernig ætli jeg að geta það,
nema einhver leiðbeini mjer?«
Hjer kemur þá að því, sem eg hygg
rjett vera, að þá vantar hina mann-
legu lxjálp og leiðbeiningu, sem þeir
eiga heimtingu á, þeir vilja vaxa í
náð og þekkingu Drottins; en þá