Bjarmi - 01.03.1921, Blaðsíða 3
BJARMI
(?—----^
Heimilið.
Deild pessaannast Quðrún Lárusdóttlr.
^---- --------------------------
Hvar er bróðir þinn?
Saga cftir Guðrúna Lávusdótlur.
---- (Frh.)
V.
Það var tekið að skyggja. TuDgl-
skinið, seni koma álti í stað gas-
ljósanna í þetta sinn, brást því sem
næst algjörlega. Mörgum kom það
illa, einkum gömlu fólki fótslirðu,
sem fara þurfti sinna erinda um bæ-
inn, og mörg frjetlasagan varð að
sitja heima ósögð fyrir bragðið.
Saml sem áður var það einn ungur
maður, sem hvorki harmaði gasljós
nje tungsljós. Hann rölti leiðar sinn-
ar einn, niðurlútur og hægfara. Hann
bretti húfunni sinni niður fyrir augun,
höndunum stakk hann í vasa sína og
af göngulagi hans var það helzt að
ráða að hann vissi ekki hvert för
ælti að stefna, eða að öðrum kosti,
að honum væri gjörsamlega sama
hvert leið hans lægi. Hann gekk
helst fáförulustu göturnar. Fáir gáfu
honum gaum, þó leit einstaka maður
um öxl hornauga til hans, þegar
hann hvarf framhjá, eins og skuggi
dagsins, sem nú var á förum.
Hann rölti út úr bænum, npp í
holt og seltist þar á stein.
Skamt frá honum sló lífæð höfuð-
staðarins, og mátti hann glöggt heyra
andardrált borgarinnar í gegnum liá-
reislið, sem barst að eyrum hans.
Uppljómuð húsaþyrping og mann-
grúi var á næstu grösum við hann,
þó sat hann hjer aleinn í myrkrinu
og húsnæðislaus. Þetta var þá dag-
urinn, sem hann lengst var búinn að
þrá ! Lausnardagurinn hans að aflok-
inni fangelsisvislinni.
Meðan hann hýmdi á fletinu í
51 '
.fangaklefanum, þólti honum sem
mundi hann himiiin höndum taka,
þegar hann kæmist aftur á frjálsan
fót, mætti óhindraður fara ferða
sinna og færi á ný að taka þátt í
mannlífinu. Þá stóð allur þessi mann-
tjöldi og öll þessi hús fyrir hugskots-
sjónum hans, eins og einhverskonar
sólheimur, þar sem honum hlyti að
verða vel til. En nú var frelsið feng-
ið aftur, hann stóð andspænis hvers-
dagslífi fjöldans og framtíð sjálfs sín,
en þá fanst honum sjer vera ofaukið
og þeir fóru smáþverrandi kostirnir,
sem hann hafði gjört sjer helst til
of góðar vonir um.
Ileill dagur var liðinn frá því er
hann kvaddi klefann sinn í fangels-
inu. Heilan dag hafði hann verið að
rölta fram og aftur um borgina.
Stundum hjelt liann að hann væri
að leita sjer atvinnu, einhverjum
smásnúning, sem hann fengi borgað-
an og gæti svo keypt sjer bita eða
sopa fyrir. Peningabuddan hans var
í ljettasta lagi, Fangavörðurinn stakk
2 krónum í lófann á honum, þegar
þeir kvöddust, »svo þú getir keypt þjer
gistingu á Hernum í nótt«, sagði
hann. Hann fór þess vegna þangað,
en fjekk það svar að öll rúm væru
fyrir löngu lofuð öðrum.
Hann rölti því þaðan, og ljet ber-
ast hjer og hvar með straumnum,
uns birtu tók að bregða. Þá fór hann
að finna til þreytu og þunglyndis.
()murlegt var það að eiga engan
vin í öllum þessum fjölda. Vin! Pað
brá all i einu gleðisvip á andlithans.
Álti hann engan vin? Hafði sira
Gunnar ekki breytt við hann eins og
góður vinur? Vist var um það. En
nú var liðið óvenjulega langt frá því
presturinn heimsókti hann seinast.
Hann var ef til vill farinn eitthvað í
burtu, eða dáinn, og Brandi fanst
það einna liklegast, úr því prestur-