Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1921, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.03.1921, Qupperneq 2
ÖJAftMl éo vantar þá fræðslu frá mannlegri hálfu, sem Drotlinn ætlast til, að þeim sje veitt á æskuárunum, Af þessu hygg jeg það komi, að fólk les heldur guðsorðabækur en biblíuna sjálfa, því að í guðsorða- bókunum finnur það dálítið brot af þeirri biblíufræðslu, sem það þráir í raun og veru. En þessi fræðsla nær svo skamt, og er svo einskorðuð og stundum beinlínis röng, því að hæg- ur vandi er að gjöra »ranga útlegg- ing af rjettum texta«. Nú er orðin mikil þörf á sannri og lifandi biblíufræðslu, því að nú er svo komið, að þeir sem eiga að upp- fræðra aðra í hinum lielgu sannind- um, meta margir hugboð sitt hærra en hið heilaga sannleiksorð Drottins. Hvernig eiga trúræknir menn, þá að rata rjetta veginn, ef þeir vanrækja að lesa og ransaka þá bókina, sem ein getur verið þeim óbrigðull leið- arvísir? Þeir geta hæglega vilst og þess eru líka alt of mörg dæmi nú á dögum. Aftur til biblíunnar! ætti að vera og verða kjörorð allra þeirra sem unna sönnum kristindómi, allra þeirra, sem vaxa vilja í náð og þekkingu Drottins Jesú. Kristnir menn eiga og þurfa að lesa ritninguna, til þess að þeir geti þekt frelsara sinn og Drottinn og hlýtt honum eins og konungi lijarta síns. Þeir þurfa að lesa bana til þess að geta fengið óbrigðula leiðsögn gegnum lífið. En til þess þurfa þeir þá líka að þekkja hana alla frá upp- bafi til enda, og læra ulan að þá ritningarstaði, sem bver maður þarf sífelt að hafa í minni. Og jafnframt þurfa þeir að fá sögulega fræðslu, því ritningin er líka saga. Pað slyð- ur mjög að rjettum og dýpri skilningi á orði biblíunnar, ef menn fá sanna sögulega íræðslu á lifnaðarbátlum, listum og trúarbrögðum Gyðinganna og þéirra heiðingja, sem koma við sögu þeirra. Á þessari fræðslu eiga börn og unglingar nú alment kost bjá frænd- þjóðum vorum og á Englandi og í Ameríku. Þar eru sunnudagaskólar og sjerstakir biblíuskólar, sem veita þessa nauðsyníegu fræðslu. Hve nær kemur sú tíð, að hjer verði stofn- aður biblíuskóli og sunnudagaskólar í hverju fjölmennu kauptúni á land- inu og þar sem fjölbygðast er í sveit- unum? Sunnudagaskóla-kennari einn i Ameríku segir á einum stað: »Ef jeg ætli að lifa lif mitt upp aftur, þá vildi jeg læra miklu meira utan að en jeg lærði í æsku, jeg vildi læra hina bestu sálina og ágætustu kafla úr skáldskap og öðrum bók- mentum þjóðar minnar, en umfrarn alt þá ritningarstaði, sem íylstir eru af andagift, lífga mest, varðveita lifið best! engir fjelagar, engir kennarar eru mjer á við það að vera í inni- legasta sambandi við hina bestu menn, hinar bestu hugsanir og hinn dýrðlegasfa sannleika, sem til er í henni. þelta er eina paradísin, sem vjer verðum ekki reknir úr, ef vjer tökum oss þar bólfestu í æskunni«. Að endingu óska jeg svo öllum þeim vinum mínum blessunar Drott- ins, sem taka vilja upp þann sið að lesa sem oftast í Drottins heilögu bók með því trausti og bæn lil hans, að hann láti anda sinn, sem leiðir i allan sannleika, ljúka upp fyrir þeim ritningunni. Og jeg þrái þá tíð, að við íslenzk ungmenni eigi þessi forna áminning: »þú þekkir heilagar ritningar frá œsku, sem geta veilt speki til sáluhjálpar í Jesú Kristi — haltu þjer stöðulega við það sem þú hefir numið og fest trú á« (2. Tím. 3, 14-15). B. J.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.