Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1921, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1921, Blaðsíða 7
ö jákMí 55 E. Vith í Kliöfn, og hin K. F. U. K. í Höfn, þar sem fjölmargar islenskar stúlk- ur leita hælis aö ýmsu leyti síðan Ingi- björg Ólafson varö þar framkvæmdar- stjóri. Allur kostnaðurinn, frummyndirnar, steinprentun, útsending í Danmörku o. íl. varö um 4000 kr. 1 Jólakveðjusjóð er komið upp í það 1098 kr. Mismunurinn kemur væntanlega smámsaman, sumpart í gjöfum og sumpart við sölu þeirra mynda, sem prentaðar voru umfram þessi 1000. Embættispróf i guðfræði tóku þrír guðfræðingar í f. m. Hálfdán Helgason, sonur biskupsins, fjekk 1. einkunn 135 stig, Sigurjón Arnason, prófasts i Görðum, 1. cinkunn 102=/d stig og Eyjólfur Melan, sonur Jónasar bónda Eyjólfssonar á Selja- teigi í Reyðaríirði, fjekk II. einkum 64 stig. Jeg vil lifa. Jeg vil lifa, jeg vil deyja Jesús minn í trúnni á þig. Hvað sem ýrasir aðrir segja, aldrei skal það villa mig. Ljós á mínum lífsins vegi, láltu vera orðið þitt. Pó mig synd og þjáning beygi, þjer vil jeg gefa hjartað mitt. Guðl. Giidmiindsson (prestur á Stað). Erlendis. Danir kvarta um prestaskort. Við sameiningu Suður-Jótlands við Danmörku fjölgaði prestsembættum dönsku kirkj- unnar um nálega 130. Enda þótt ekki sjeu nema 121 prestaköll í Suður-Jótlandi. Söfnuðir þar syðra áttu að greiða at- kvæði um þaö við áramótin, livort þeir vildu bafa sama prest óg áður og var það samþykt miklu víðar en aðrir bjugg- ust við. Margir prestanna voru þýskir og litlir vinir Dana, en söfnuðirnir létu þá samt sitja. Samt eru allmörg prestsem- bætti í Suður-Jótlandi laus eða verða laus á þessu ári. Nokkrir þýskir prestar fóru t. d. úr landi eftir sameininguna. Árið sem leið dóu 15 prestar og 11 uppgjafaprestar í Danmörku bg 35 sögðu af sjer embætti; 9 prestar embættislausir fengu aftur embætti, 7 urðu prestar, þótt ekki hefðu embættispróf eftir eldri lög- um Dana, voru 5 þcirra prestar frá Ame- riku og 2 kristniboðar. 56 tóku guðfræð- ispróf við Hafnarháskóla, 12 þeirra tóku vígslu, en margir hinna starfa í K. F. U. M. eða að kenslu. Alls voru vigðir 33 kandidatar, urðu 10 þeirra sjálfstæðir sóknarprestar, en hinir ílestir aðstoðar- prestar, 2 urðu kristniboðar og 2 voru grænlenzkir og urðu þar aðstoðarprestar. Við áramótin voru 62 prestsembætti laus, 39 af þeim sjálfstæð; eru því Danir farnir að steypa saman brauðum sumstaðar í sveitunum, og hafa jafnvel samþykt að óvigðir prjedikarar gætu orðið prestar, þegar söfnuður og biskup mælir með því. Pað liefir verið kvartað yfir því að sóknarnefndir, sem hafa vald til að velja 3 úr umsækjendahópnum, ef íleiri sækja, kysu oftast ungu mennina, en samt voru 15 yfir fimtugt, af þeim 29 prestum alls, sem fengu veitingu fyrir nýju prestakalli á árinu. Guðfræðingar frá Hafarháskóla, eru alls um 2100 á lifi, 1650 þeirra bafa tekið prestvígslu og um 1400 eru i em- bættum þjóðkirkjunnar, 225 eru uppgjafa- prestar, fáeinir eru fríkirkjuprestar og kristniboðar. Elsti þjónandi prestur Dana er 82 ára gamall, sra Volf i Store Hedinge, liann tók vígslu 1867; 74 hal'a þjónað embætti yfir 40 ár, 3 yfir 50 ár. Elsli uppgjafapresturinn er Kr. Koch (f. 1828), en yngsti sóknarpresturinn er Jo- hannes i Grimstrup (f. 1896). Sira Edward Geismar, ])restur í Kaup- mannahöfn, er nýlega orðinn prófessor i trúfræði við Hafnarháskóla. Ýmsir guð- fræðisstúdenlar skoruðu á bann að sækja og þegar hann varð ekki við þvi, bauð guðfræðisdeildin bonum embættið. Um- sækjendur um það voru: Boblin dósent í Uppsölum, P. Brodersen, guðfræðis- kandídat, dr. theol. Skat Hoffmeyer, dr. theol. A. Th. Jörgensen og dr. theol. N. M. Plum. »Dönsk kirkja erlendis® heitir nýr fje- lagsskapur í Danmörku, sem liefir það markmið að koma á reglubundnu safn- aðarstarfi meðal Dana erlendis. Hefir hann nýlega keypt stórt veitingahús i Flensborg og gert það að safnaðarhúsi. Er húsið nefnt Ansgar og verða þar danskar guðsþjónustur, og K. F. U M. hús og miðstöð fyrir kristilegt starf með- al Dana í Flcnsborg. Sennilega hugsar þessi fjelagsskapur bráðlega um safnað- arstarf meðal Dana í Reykjavík.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.