Bjarmi - 15.08.1922, Page 1
BJARMI
= KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
XVI. árg.
Reybjavíb, 15. ágúst 1922.
19. tbl.
Sœll er sá er gistir i skugga pess almállka. (Sálm. 91, 1).
Sadhu Sundar Singh.
Úr ræöu lians í Liselund hjá Slagelse
29. maí 1922.
Þessu næst ætla jeg að segja yður
frá manni einum í Tibet, sem þoldi
dauðann fyrir trú sína. Reir ógnuðu
bonum og sögðu, að hann mætti ekki
boða öðrum orð Guðs. En hann
fjekst ekki um það; hann vildi svo
feginn þola mikið, sakir frelsara síns;
en þá handtóku þeir hann og vörp-
uðu honum niður í koldimman kjall-
ara, svo að liann handleggsbrotnaði
af fallinu; en þá gerðist það máttar-
verk, að handlegguriun greri sam-
stundis aftur. En engin sjerstök á-
hrif hafði þetta á hann; hann lofaði
og vegsamaði Guð hárri raustu. Þá
færðu þeir hann úr fötunum og tóku
að skera í bert hörundið og skáru
stykki úr holdi hans; að því búnu
stráðu þeir spænskum pipar og salli
í sárin. En þrátt fyrir allar þær
kvalir, sem hann tók út, þá lofaði
hann enn og vegsamaði Guð. í*eir
ristu nú sundur tunguna, svo að blóð-
ið flaut út af munni hans. Þá ljet
hann þá þó skilja, að þeir hefðu
rænt hann þeim munni, sem hann
hefði haft til að vitna um frelsara
sinn, en nú hefðu þeir aftur á móti
gefið sjer marga munna, en það væru
sin opnu sár og nú vitnuðu þau um
frelsarann. Og svo sagði hann þeim
frá þeim friði, sem hann ætti nú i
hjarta sínu. En þeir skildu hann
ekki. Og á andlátsstundinni opnaði
hann augun og hann leit á þá með
þeim dýrðarljóma í augum, að þeir
urðu fullir undrunar. Og síðan sagði
hann: »Faðir í þínar hendur fel jeg
anda minn«. Og svo fór hann heim.
Þeir tóku nú hníf og skáru hann
upp, en þeir gátu eigi fundið þann
frið i hjarta hans, sem hann hafði
verið að tala um, því að friður Guðs
er öllum skilningi ofar. Píslarvættis-
dauði hans fjekk mjög á marga og
enn tala þeir um hina miklu djörf-
ung hans í Tíbet. Jeg hitti þenna
mann sjálfur, áður en hann var af
lífi tekinn og spurði hann um dýpsta
leyndardóminn í sálu hans. Hann
svaraði mjer því, að hann lifði og
drægi anda sinn í Jesú Kristi. Pá
var jeg Indverji — nú Krists; las jeg
þá af kappi helgirit Indverja, en enga
hvíld gat jeg þar fundið sálu minni.
Pá fyrst, er mjer lærðist að biðja
Krist, fann hjarta mitt frið.
Einu sinni kom jeg til sömu borg-
ar og þessi píslarvottur, til þess að
boða fagnaðarerindið. Þeir hótuðu
mjer þá þegar í stað þungri refsingu
ef jeg prjedikaði þar; en jeg svaraði
þeim, að jeg hefði Guð með mjer og
mundi boða fagnaðarerindið með allri
djörfung, til þess að sá hinn sanni
Jesús gæti fengið bústað í björtum
þeirra, og þess væri þeim svo brýn
þörf. En þeir vildu ekki af neinu
slíku vita og tóku að varpa á mig