Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XVII. árg. Reykjavík, nóv.—de». 1923. 25.-26. tbl. \Yflr pá sem búa í landi náltmyrkranna skín Ijós. (Jes. 9. 2.). Á jólunum. »Friö læt jeg eftir hjá yður, minn frið gef jeg yður«. Jóh. 14, 27. Þjóðir kveina og kvarta flakandi í sárum víða um jörð, og þó er hugg- unar og friðarhátíð upprunnin. Bræð- ur berjast og hníga, mæður gráta og feður stynja, og þó er gleðihátíð komin um öll kristin lönd. Ljettúð stofnar til hávaðasamra dægrastytt- inga og fer í kapphlaup um að höndla »gleðina«, en eltir tómar skuggamyndir og höndlar vonsvik.— Og þó eru komin jól. — — Hverfum um stund brott frá háv- aðasömu fjölmenni. I rósemi og kyrð er styrkur, og þar er margt á ferð, sem getur veitt meiri gleði en dýr- keyptar skemtanir. Vjer setjumst kyrlát og hlustum. Vjer erum misjafnlega hljóðnæm bæði um jólin og endranær, en brátt munu oss þó berast ýmsir ómar. Margur heyrir best óma endurminn- inganna, og flnst jólakyrð þrungin af bergmáli gamalla minninga. Klukknaómur heyrist álengdar, og er sem þær spyrji: »Manstu þegar við kölluðum fyrst á þig til kirkju um jólin? Hefurðu gleymt hvað þjer þótti þá hljómur vor hátiðlegur og fagur? Varstu ekki jafnaldri drengsins, sem sagði, að aldrei marr- aði eins vel í snjónum eins og um jólin, og treystist til að gánga bratt- ar brekkur og frosna flóa á »dönsk- um skóm« um jólin, þótt hann hefði aldrei fyr hætt sjer út fyrir hlað- varpann öðru vísi en á íslenskum sauðskinnsskóm? — »Það gerir ekk- ert þótt jeg detti núna, maður meiðir sig ekki um jólin, þá er öll náttúr- an góðgjörn, eins og mennirnir«, hugði hann á þeim árum. Ljósadýrðin, sem þú getur notið nú, vekur minningar. »Manstu«, segja þær, »fyrstu jólaljósin þín? Björt voru þau í þinum augum, bjarlari en rafljósin, sem nú verða títt á vegi þinum? — En jólaljós og jóla- vers og barnabænir eru góðir ná- grannar í minninga sveit. Og þvi er spurt brátt í kyrðinni: »Manstu fyrstu jólaversin þín og fyrstu bænir þínar?« — Þú hefir liklega heyrt há- fleygari ljóö og bænir síðan, en hlýn- ar þjer samt ekki enn, er þær koma í huga þinn? Og hefir þú ekki reynt, er þú varst veikur eða sárþreyttur, hve gott var að geta falið Drottni hagi sína með barnabæn, sem þú lærðir fyrir löngu? Bjartar stjörnur tindra í skamm- degi jólanna, »alveg eins og þegar vjer fæddumst«, segja elstu minning- ar þínar. — Margt hefir breyst en ekki þær. — Margir líta upp til þeirra þessi kvöld, fjarlægir vinir þínir, er fyr fyltu þau skörð á heim- ili þínu, sem nú valda söknuði, sjá þær eins og þú. — »Betur þær gætu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.