Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 12
200 CJARMI »Nei, jeg man ekki hvernig það stendur í bókinni. En það eitt veit jeg, að jeg er glataður syndari, og að enginn megnar að frelsa mig, nema Jesús Kristur. Pess vegna óska jeg að vera skirður og fá að tilheyra Guði, ásamt með einkabarninu mínu, sem hann gaf mjer«. Mjer fanst pabbi svara vel, miklu betur en jeg hefði getað gert, þó að jeg væri búin að læra meira. Svo vann pabbi heitið og var skirður. Og jeg hjet að afneita öllu illu og trúa á Guð föður, frelsara minn Jes- úm Krist og heilagan anda. Og prest- urinn lagði hendina á höfuð mjer — alla hendina, svo þjett og hlýlega. Mjer fanst sem einhver straumur færi um mig alla, óumræðileg hamingja og gleði. Jeg heyrði ekki lengur hvað presturinn sagði. Jeg vissi það eina, að jeg varð aðnjótandi Guðs bless- unar — var Guðs barn. Já, að bæði pabbi og jeg vorum Guðs börn. Nú svo fór jeg og settist hjá pabba, og við hjeldumst í hendur meðan við sungum: Heims um ból helg eru jól, . signuð mær son Guðs ól. »Drottinn sje með yður«, sagði presturinn að lokum, og blessaði allan söfnuðinn. Árni Jóhannsson þýddi. Sjómannastofan í Vesturgötu 4, sem stofnsett var í sumar og áður er getið um í blaðinu, er mjög fjölsótt; hafa þang- að komið þegar á annað þúsund gestir, flestir íslenskir. Á hv rju kvöldi er þar flutt hugvekja og sálmar sungnir, annast gæslumaðurinn, Jóhannes Sigurðsson, það oftast, en stundum ýmsir prestar bæjarins. Elliheimilið Grund eftir Valdimar Briem dr. theol. Eitt gamalmenna-hæli’ er hjer, það hinir gömlu byggja, er annað hæli’ ei eiga sjer, er ellin mönnum þjaka fer. Par hvíld er holt að þiggja. Peim ferðamanni hvild íinnst hæg, sem hraktist langar brautir. Og hjer er gisting þreyttum þæg, og þeim á meðan Guð vill næg á eftir unnar þrautir. Menn finna’ að hausta fer nú að, og fölnað blóminn hefur. Ei samt er vert að syrgja það, því sumarstarf er afrekað; og Guð því ávöxt gefur. Pá hausts að kveldi komið er, og kveður bjartur dagur, oft annað fegra augað sjer, er alskínandi ljósaher í lofti ljómar fagur. Það er svo margt að minnast á, í minni hjer sem geymist. En ílest er máske ilogið hjá og falið bak við límans sjá. Pó sumt er, sem ei gleymist. Pað oftast kemur einhver skúr á æfi löngum dcgi. En Guð þvi öllu greiðir úr, því Guð er sinum börnum trúr. Það oss má gleymast eigi. Og eftir marga skúr kom skin. Pess skylt er iika’ að minnast. Pótt margur grjeti góðan vin þá geymd er endurminningin, og von um fljótt að finnast. Hjer safnast margur »Simeon,« hjer safnast mörg ein »Anna«. Og öll þau hafa eina von og eina trú á Krist Guðs son, sem lífs er ljósið sanna. í friðarskauti frelsarans í friði hjer þau búa; og fara svo í friði hans

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.