Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 13
BJARMI 201 í frið og gleði lausnarans. Pví treysta páu og trúa. Pau verða ung í annað sinn í æsku nýjum blóma. En sá er mikli munurinn: Par missa pau ei ungdóminn, en ætíð ung pau ljóma. — Guð blessi elli-hælið hjer, og hvern, sem að pví styður; Guð blessi hvern, sem barn hans er, Guð blessi hvern, sem hjeðan fer; peim fylgi drottins friður. Guð blessi alla’ um allan heim og allra prautir mýki. Guð, bæði unga’ og aldna geym og öllum síðar veittu peim sitt hæli’ í himnaríki. Um kristniboð Eftir Ólaf Ólafsson kristniboða. Ekki vil jeg ræða um kristniboð nje aðrar skyldur kristinna manna við þá, sem mjer vitanalega hafna sannleiksgildi opinberunarorðsins. Það þýðir ekki. Því að á milli okkar er hyldýpi sem hvorugum málsaðilja er unt að brúa. Árangurs vænti jeg mjer af samræðu um það efni við menn, sem enn þá fara eftir »mælisnúr- unni«. Því reit jeg línur þessar. I. ,,Haf mig afsakaðan". Að boða heiðingjunum kristna trú er heilög skylda kirkjunnar, og eng- um meðlima hennar óviðkomandi. Ráð geri jeg fyrir að um það sjeum við samdóma, og hikum ekki við að leggja áherslu á svo þýðing-þrungið orð — skylda. Þvi ekki birtist »höf- uð« kirkjunnar i þjónsmynd, er hann lagði henni skyldu þá á hjarta. Virð- um hann fyrir okkur á fjallinu í Galileu, sigurvegarann frá Golgata upprisinn: Niðurlægingunni er lokið; hann heitir ekki framar að eins Jesús. Nei. Frelsisverkið er fullkomnað og Messías, konungurinn, Kristur, sem alt vald er gefið á himni og á jörðu, birtist okkur í dýrð sinni. Með guð- dómlegum myndugleik skipar hann þjónum sínum að fara út um alla heim, »að kalla til brúðkaups« alla, því »alt er reiðubúið«. Skipun sú, skylda sú nær til allra þjóna hans, er engu Guðs barni óvið- komandi, nær jafnt til lærðra og ólærðra, vígðra og óvígðra. Um neina undanþágu getur ekki verið að ræða hvaða starfa sem við gegnum, hvaða stöðu sem við þjónum. Sá sem ekki er með er á móti. Sá, sem ekki safn- ar, dreyfir. Sá sem ekki er liðsmaður er andstæðingur. Hlutleysi er fjar- stæða ein í hugum fáráðlinga, sem óvinurinn notar sjer að vigi. Naumast mun þó unt að ráða það af framkomu okkar íslendinga, að kristniboðsskyldan sje óumflýjanleg. Fjendur kristindóms og kirkju munu lengstum hrósa okkur fyrir það, að við höfum eiginlega ekkert hirt um kristniboð liingað til. Svo sljóir höf- um við verið, að til eru jafnvel þeir starfsmenn kirkjunnar með okkur, sem nægir ekki einungis að leiða kristniboðið hjá sjer, heldur nota tækifæri er gefast til að tala á móti þvi. Um það þyröi jeg að fara hörð- um orðum ef að haldi kæmi. En því gefi góðir menn gætur, að hjer er ekki leiðin löng frá afskiftaleysi til andstöðu. Það er óefað grátlegur vottur á- hrifa aðgerðaleysisins hjá okkur, að enginn þarf að skammast sfn fyrir að óhlýðnast hinsta boði frelsarans og jafnvel andmæla því. Hingað til hafa ekki íslendingar þurft að vanda val orða sinna er þeir víttu kristni- boð. Til þess tóku svo fáir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.