Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 5
B J A R M I 193 veg steinhissa, og bjargaði mjer. Hann þerraði af mjer með feldinum sínum og bar mig út í sólskinið, svo mjer hlýnaði. En ekki sagði hann eitt stygðaryrði við mig. Það var víst upp frá þeim degi, að mjer þótti vænna um pabba, en nokkurn annan. Og alt af hjelt jeg mig að honum, þegar hann var heima. Seinna komsl jeg að því, að pabbi og fleiri, sem engar kýr höfðu, áttu erfitt með að greiða opinberu gjöld- in, sem af þeim voru heimtuð, Pabbi varð oft að fá peninga til láns, og þegar of lengi drógst að borga, mist- um við akrana okkar. Pá var það, að pabbi og nokkrir aðrir fátæklingar rjeðu með sjer að flytja vestur í land, þar sem sagt var að skattarnir væru lægri og auðveld- ara að vinna fyrir sjer. Við vorum víst um 10 i hóp, sem lögðum af stað vestur-eftir, og jeg hafði gaman af því ferðalagi. Altaf var eitthvað nýtt að sjá. En lúin varð jeg, að ganga allan þann óra- veg, frá morgni til kvölds, dag eftir dag. Jeg mun hafa verið orðin um 10 ára gömul þá. Annars hefði jeg víst uppgefist. Oftast nær urðum við að liggja úti um nætur. En það var fallegt þarna vestur-frá, og ekki kalt. Bara svo mikið af mývargi, stórum og löngum kvikindum, sem slungu okkur. Á kvöldin ljetum við oftast fyrir- berast við á eða læk. Hrísgrjón höfð- um við með okkur. Og svo á meðan »trænka« og hinar konurnar kveiktu eld og settu upp pottana, fórum við krakkarnir út í skóg og tíndum æti- jurtir. Stundum veiddi pabbi smá- fiska í ánni. Einu sinni 5—6 skrítn- ar skepnur. Þær gátu hringað sig sanian í kuðung, og út úr öllum skrokknum stóðu hvassir broddar, svo að varla var hægt að taka á þeim. Pað var sagt að þetta hjeti broddgeltir. Peir voru slægðir og soðnir og þóttu ljúffengir. Pegar við ætluðum að fara að leggjast fyrir, skar pabbi grannar reyrstengur, beygði þær í hálfhring og stakk endunum niður í jörðina. Svo breiddi hann feldinn sinn yfir og batt um að neðan með tágum. Þetta skýli var handa mjer og Kötu. Kata var jafnaldra mín og eina vin- stúlkan, sem jeg átti. Við skriðum inn í bogaskýlið og okkur leið vel. Mýflugurnar náðu ekki til okkar þar. Pess vegna hafði pabbi búið svona um okkur. Honum var sama um mýflugurnar, sagði hann, og hann lá bara í grasinu. Einu sinni mættum við stórum kúahóp, sem enginn var að gæta. Aldrei á æfi minni hefi jeg sjeð jafn- fallegar kýr. Við stönsuðum öll, til að horfa á þær. Og »frænka« sagði við pabba: »Pú ættir nú einhvern tíma að reyna að eignast fáeinar kýr«. »0-já, hefði maður bara peninga, þá væri það auðgert!« andvaipaði hann. »Peninga?« svaraöi »frænka«. »Ætt- irðu að bíða ettir þeim, þá verður það víst ekki í bráð, að þú eignist kýr«. Svo var ekki meira talað um það. En seinna um daginn nam pabbi staðar og nokkrir aðrir af samferða- mönnunum. Við hin skyldum halda áfram, sögðu þeir. En um kvöldið, meðan við vorum að sjóða kvöldmatinn, kom pabbi og þeir, sem með honum voru, með hvorki meira nje minna en 6 kýr. »Nú erum við búnir að eignast kýr«, sögðu þeir og voru kátir mjög. »Eigum vid nokkuð af þeim?« spurði jeg pabba.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.