Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 6
194 BJARMI »Já við eigum tvær, sína hvort«. Mig langaði að fá að sjá mina kú straks, og pabbi sýndi mjer hana, föngulega, dökkrauða ku, með stór- um hornum. Hans var svört. Það kvöld láum við Kata vakandi langt fram á nótt og skeggræddum um kúna mína. Og okkur kom sam- an um, að við skildum báðar eiga hana. Loksins ljetum við staðar numið í þorpi nokkru, er stóð við stóra á. Það er sú einkennilegasta á, sem jeg hefi sjeð. Á morgnana var oft mikið vatn í henni, en á kvöldin sama sem ekki neitt. Jeg spurði hvort vatnið rynni alt burtu á daginn. En það vissi enginn. Seinna komst jeg' að raun um að þetta stafaði af því, að hitinn var svo mikill á daginn, að alt vatnið gufaði upp. Jeg kunni vel við hitann. En pabbi og aðrir kvörtuðu og fanst vera alt of heitt. Þeir þurftu sem sje að vinna af kappi, til að koma upp húsum og stinga upp akra. Það var mitt verk að gæta kúnna, og Kata var með mjer. Hún átli sem sje hálfa kúna á móti mjer. Við undum okkur vel við þá iðju. Það var svo margt skrþið að sjá í skóg- inum. Og þó enn fleira spaugilegt, sem við fundum upp á. Par var sægur af fallegum fuglum, sem ým- ist göluðu eða sungu. Við fundum töluvert af eggjum. og skelbökur við ána. Og þetta bárum við heim á kvöldin, og pabbi sagði stundum að jeg væri duglegri en hann að afla í matinn. Því miður varð skjótur endir á þessum ánægju-dögum. Það var einu sinni snemma morg- uns, að hermenn voru komnir að þorpshliðinu, svo að enginn komst út. Og umhverfis alt þorpið voru hermenn á verði. Pabbi varð svo hræddur að hann skalf á beinunum. »Flýttu þjer að fela þigl« hvíslaði hann að mjer og hvarf svo. Hvar átti jeg svo sem að fela mig? Jeg var stödd hjá ofurlitlu hænsnahúsi. Það var tómt, og jeg skreið inn i það, þó það væri reynd- ar rjett hjá hliðinu. Jeg hafði engan tima til umhugsunar. Hermennirnir komu nú inn i þorp- ið, og þá sá jeg, að jeg hafði valið mjer slæman felustað. En nú var um seinan uð skifta um. Gegnum gysinn reyrvegginn gat jeg sjeð og heyrt alt, sem úti gerðist; og svo hrædd varð jeg af því sem fyrir mig bar, að köldum svita sló um mig. Með hermönnanum kom einhver mannskepna, sem í raun og veru gat ekki heitið maður. Han var ákaf- lega ljótur, með litarlaust andlit og hendur, skeggið rautt og tennurnar gular. Eyrun ljósrauð og augun gul eða blágræn, alveg eins og í ketti. Og svo gat hann ekki talað. fað bara rumdi í honum, Og stundum jarmaði hann, eins og geit. Svo var annar, sem varð að útskýra það, sem hann sagði. Og þá þutu her- mennirnir í burtu, sinn í hverja átt- ina. Fví meira, sem í honum rumdi, því harðara hlupu þeir. Hann hefir víst reiðst af einhverju, þvi að nú rumdi hann hálfu ver en áður og veifaði öllum öngum, eins og hann ætlaði að fljúga. En það gat hann þó ekki. Jeg þóttist vita að þetta mundi vera útlendi ljensmaðurinn. Jeg hafði heyrt talað um hann og að hann væri ekki eins og aðrir menn. Jeg lá þarna grátandi og nötrandi af hræðslu. En þó gat jeg ekki varist blátri, þegar rumdi í ljensmanninum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.