Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 4
192 B JARMt sem hann bar mig, svo mjer fanst það svo nýstárlegt, En nú man jeg lítið meira frá þeim árum. Jeg hefi víst sætt mig við það, að mamma kom ekki fram- ar, og svo gleymt henni að lokum. Gleymt henni? Ónei, jeg gleymi mömmu aldrei! ^ Við vorum víst mjög fátæk, því að stofan okkar var mjög lág og lítil. Og þegar rigning var, lak al- staðar, svo að við urðum gegndrepa. Við áttum ekki heldur neina kú, bara eina gæs. Ef til vill höfum við átt einhver fleiri húsdýr, jeg man það ekki. En eftir gæsinni man jeg, því að mjer þótti svo vænt um hana. Og á nóttunni var hún inni hjá okk- ur. Hún var alhvít, hálslöng, með 1 gula fætur og gult nef. Þegar hún teygði upp álkuna, var hún jafnhá mjer, svo að jeg gat lagt hendurnar um hálsinn á henni. Hún verpti 4 eggjum og ungaði þeim út. Rúmið mitt var ofurlítil motta, breidd á hálm á gólfinu, og ofan á mjer hafði jeg feldinn minn. Gæsin lá á sama hálminum, rjett við höfðalagið mitt, svo að jeg gat lagt hendina yfir á hana. Hún hreyfði sig ekki. Okkur kom svo vel saman. Svo komu gæsar-ungarnir fjórir, Þeir voru gulir og kafloðnir. Fyrsta daginn ultu þeir og kútveltust, þegar þeir ætluðu að fara að ganga. En að fám dögum liðnum voru þeir orðnir sprækir og gátu synt á litla pollin- um fyrir utan. Þeir flutu, eins og ofurlitlir ullarlagðar. Já, og svo man jeg það, að mjer þótti svo gott salt. Jeg vann það til, að segja »frænka« við konu, sem ekki var frænka mín, svo að hún gæfi mjer salt. Hún matreiddi fyrir okkur. Stundum gaf hún mjer ofur- lítið af salti, en oftast var hún önug við mig. Hún var svo skapstirð. Alt öðruvisi en mamma. Saltið var í dalli, sem stóð á hyllu upp undir lofti. Jeg óskaði þess oft í huganum, að jeg gæti sjálf náð upp í dallinn, svo jeg þyrfti enga að biðja um salt. Og einu sinni, þegar jeg var ein heima, fór jeg að reyna. Með því að stíga upp á barminn á vatDstunn- unni, náði jeg reyndar upp í dallinn, og varð heldur en ekki glöð. Nú þurfti jeg engan < að biðja um salt, gat bara sætt færi þegar jeg var ein inni, klifrað upp á tuununa og fengið nægju mfna. En svo var það einu sinni, að jeg hefi víst farið heldur ógætilega. Því að rjett þegar jeg var að fara með hendina ofan í salt-dallinn, varð i mjer fótaskortur, svo jeg datt ofan í vatnstunnuna, sporðreisti dallinn og setti alt saltið ofan á gólf. Jeg varð afskaplega hrædd. Og þó enn hræddari, er jeg gat ómögulega komist aftur upp úr tunnunni, sem var full af vatni. Hvernig sem jeg reyndi, var mjer það ómögulegt, því að hvergi var fótfestu að fá. Jeg neyddist til að kalla á hjálp. En fólkið var víst hvergi nærri. Eng- inn kom, hvernig sem jeg kallaði. Jeg varð að dúsa þarna langa-lengi og var orðin helköld. Jeg skalf svo mikið, að tennurnar skeltust saman í munninum á mjer, og svo grjet jeg og átti mjer enga lífs-von. Loksins kom »frænka«, sá saltið á gólfinu og mig í tunnunni og vissi víst straks hvernig í öllu lá, því hún varð fokvond og húðskammaði mig. Svo dró hún mig upp úr tunnunni, tók í hárið á mjer og lamdi mig með lurk. Ó, hvað hún barði mig miskunarlaust! Jeg hjelt hún ætlaði alveg að gera út af við mig og org- aði eins og jeg hafði orku til. En þá kom pabbi hlaupandi, al-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.