Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1923, Blaðsíða 8
196 BJARMI »Guð veri með J>jer«. Þetta fanst mjer undarleg kveðja. Og marga daga var jeg að hugsa um þetta á leiðinni. Man ekki hve marga daga jeg ráf- aði þannig, át ber og jurtir og drakk vatn. Jeg hirti hvorki um stað nje stund framar. Mætti jeg einhverjum þá bað jeg um mat, og varð stund- nm vel til. En úti lá jeg allar nætur. Og á hverju kvöldi var jeg að hugsa um þetta! »Guð veri með þjer«. Held næstum að jeg hafi hugsað meira um það, en pabba. Guð — hver skyldi það vera? Var hann kannske með mjer? O-nei, það var enginn með mjer framar, andvarpaði jeg; en jeg gat ekki grátið. Held mjer hafi liðið ver fyrir það, að jeg gat ekki grátið. Eitt kvöld kom jeg að stóru þorpi. Jeg var svo voða-svöng og þreytt, að jeg varð að fá mjer einhverja hressingu. Jeg ráfaði um göturnar og nam staðar hjá húsi, þar sem lítil stúlka var að syngja. Hún söng svo undur vel, og mjer sýndist eins og ljóma af augum hennar. Jeg stóð og starði á hana. »Hvað heitir þú?« spurði hún. »Jeg heiti Ravóla«, svaraði jeg. »En jeg.heiti Estera«, sagði hún og svo spurði hún hvað pabbi minn hjeti og mamma og hvar við ættum heima. Jeg átti hvoiki pabba eða mömmu og ekkert heimili heldur, svaraði jeg. En jeg væri svo voða-svöng, hvort hún gæti ekki útveg mjer ofurlitinn matarbita? »Jú, það skal jeg gera«, svaraði hún og hljóp inn. Að vörmu spori kom mamma hennar og bauð mjer inn. Þegar inn kom, hneig jeg niður á gólfið. Orkaði ekki að standa lengur á fótunum. Og það eina sem jeg sá, var stór pottur, með sjóðandi hrís- grjónum. Svo var ausið á disk handa öll- um. Jeg fjekk fullan stóran disk og fór straks að borða — nei háma, svo svöng var jeg. Hitt fólkið spenti greipar áður en það byrjaði að borða, og pabbi Est- eru sagði eitthvað, en jeg heyrði ekki hvað það var. Jeg bara hámaði í mig. Jeg sá að Estera brosti og sagði eitthvað við mömmu sína. »Ó, kærum okkur ekki um það, hún er svo svöng, vesalingurinn«, sagði konan. í*á vissi jeg að þær höfðu verið að tala um mig, og varð sneypt. En áfram hjelt jeg að borða, uns búið var af diskinum. Þegar máltiðinni var lokið, tók pabbi Esteru stóra bók og las í henni. En jeg skildi það ekki — og heyrði það víst ekki heldur. Þegar hann hætti að lesa, sagði hann: »Nú skulum við biðja Guð«. Allir lögðu hendur saman og sátu hljóðir, meðan pabbi Esteru var að tala við einhvern, sem jeg sá ekki. Hann var þá víst að tala við Guð. Jeg starði á hann, alveg steinhissa. í raun og veru var jeg hálf hrædd. Hvaða fólk var þetta, sem jeg var komin til? Að að endingn sagði hann: »Og svo biðjum við þig, góði Guð, að vera með öllum, sem eiga bágt, öll- um fátækum og ógæfusömum. Sjer- staklega biðjum við þig fyrir þessa ókunnu stúlku, sem komin er til okkar og á hvorki föður eða móður eða vini. Vertu henni faðir og móðir og hjálpaðu henni til að finna þig og elska þig«. Þessi orð man jeg vel, enn þann dag í dag, því að slíkt hafði jeg aldrei heyrt áður. Og mjer fanst jeg aldrei hafa sjeð jafn alúðlegt og gott fólk, eins og þetta. Varð maður kannske svona af því að vera með Guði? Ó, að Guð vildi líka vera með mjer og pabbal Og aftur mintist jeg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.