Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 2
186 B J A R M I hjá Norðmönnum, og fór á norskan skóla i Decorah í Iowa haustið eftir; úlskrifaðist hann þaðan 1881, fjekst svo við kenslu og verslun og safnaði sjer með því fje til háskólanáms. Árið 1883 fór hann til Noregs og stundaði guðfræðinám við háskólann i Osló i 4 ár. Voru það sjerstaklega bækur þeirra ChristoíTers Bruun’s og Fr. Petersen’s prófessors, sem komu honum til að takast þessa Noregsför á hendur. Árið 1887 tók hann prestsköllun frá islenskum söfnuðum í Lyon- og Lincoln-hjeruðum í Minnesota, og var vígður af síra Jóni Bjarnasyni 21. ágúst 1887. Sjö ár var hann þar prestur ís- lendinga, en gerðist svo 6 ár prestur hjá Norðmönnum i Park River i Norður-Dakota. Aldamóta-árið tók hann við prestsstörfum hjá islenska söfnuðinum í Selkirk, rjelt fyrir norðan Winnipeg, og þjónar þar enn. Bæjarbúar í Selkirk eru um 3500, en kirkjur 5, ein kaþólsk og hinar evangeliskar. Er lúterski söfnuðurinn íslenski fjölmennastur, á 4. hundrað manns. Alls eru íslendingar þar i bæ eitthvað nálægt 800, og láta þeir langflestir síra Steingrím gera öll prestsverk fyrir sig, enda þótt ekki sje nema um helmingur þeirra inn- ritaður i söfnuðinn. — Er það ein- kennilega almennur siður, eða ósiður, vestan hafs, að fjöldi fólks »vill ekki ganga í söfnuð«, enda þólt það vilji láta presta skíra, ferma og greftra, og styðji safnaðarmál með fjegjöfum. Árið 1888 kvongaðist síra Stein- grímur norskii konu, frá Oslo, Eriku Rynning. Eru 8 systkini hennar enn á lífi í Noregi: 2 prestar, 2 iögmenn, 1 læknir og 3 systur, og er för þeirra hjóna nú ekki sist gerð til að heim- sækja þau. — Þau hjónin eiga 6 börn upp komin, 4 syni og 2 dælur, Er elsti sonur þeirra, Steingr. Oktavíus, kristniboði i Japan, giftur Karólínu dóttur Guðjóns Thomas í Winnipeg, Þorbjörn og Friðrik eru báðir orðnir læknar, en Hálfdán er bankamaður í Selkirk. Dóttir þeirra, Margrjet, er gift síra Haraldi Sigmar í Wynyard, en Erika er gift norskum kennara við Jóns Bjarnasonar skólann i Winnipeg. Síra Steingrímur er vinsæll mjög hjá öllum kunnugum vestan hafs; var hann forseti kirkjufjelagsins is- lenska 2 ár, 1921 og 1922, og jafnan i fremstu röð um öll starfsmál þess, enda er hann mikill áhugamaður um trúmál. — Nú hefir hann, og þau hjónin bæði, fjölgað fslenskum vin- um sinum stórum við dvöl sina hjer í Reykjavík. Allir, sem hafa kynst þeim hjer, munu minnast þeirra með ánægju og gleði, og fjölmargir Reyk- vikingar og Hafníirðingar þakka síra Steingrími einaröan vilnisburð hans um frelsarann. Drottinn blessi för þeirra alla og störfin, sem bíða þeirra er þau koma vestur aflur. — Mætumst heil, þar höfin ekki skilja. Gjafir afhentar Bjarma: Til H allg r í m s kir kj u : 5 dollarar frá konu í Saskatchewan. Til kristniboös: St. G., Skriðnes- enni, 10 kr.; J. Jónasson, Stokkseyri, 20 kr.; G. Halldórsdóltir, Brekku, 10 kr. í .1 ó 1 a k ve ð j u - s j ó ð : Úr Dagverðar- nessókn (sent af G. Magnússyni), 5 kr.; síra Jósef Jónsson, Setbergi, 10 kr.; sira V. I. Sigurðsson, Desjamýri, 10 kr.; Ólafur Eiriksson (frá börnum undir A,- Eyjafjöllum, 35 kr.; síra Jón N. Johannes- sen, Breiðabólsstað, 5 kr.; Sigr. Guðm., Qrmsstöðum, 1 kr.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.