Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 16
200 BJARMI ast á 112 bls., litlum, i bókinni, og síðast eru fáorðar en glöggar leið- beiningar um skipulag sunnudaga- skóla, og »ritúal« eða helgisiðareglur fyrir barnaguðsþjónustur i norskum kirkjum. Gætu þær vel verið góð leiðbeining fyrir »byrjendur« á voru landi. Jólakveðjanl925 er komin, og verður send með strandferðaskipum snemma í október. Eru prestar, og aðrir, sem hún er send, beðnir að sjá um, lyrst hún fer svo snemma hjeðan, að hún komist á hvert barnaheimili í ná- grenni peirra um jólin, og láta mig vita þegar í stað, ef of fá eintök koma af henni. Hins vegar er engin ástæða til að fá hana ólæsum börnum, eða láta margar á sama heimili. Bjarma-blöð og önnur kristileg blöð, sem ýmsir munu fá um leið og Jólakveðju-pakkinn kemur, eru ætluð sömuleiðis til ókeypis úthlutunar, og eru menn vinsamlega beðnir að greiða fyrir þeim. Vinir Bjarma nota þau auð- vitað til að útvega honum kaupendur. Eins og áður var getið um hjer i blað- inu sneri jeg mjer brjeflega í fyrravetur til allra, sem þá höfðu nýverið sent gjaf- ir í Jólakveðju-sjóð, til að ráðgast um það við þá, hvað senda skyldi hjeðan dönskum börnum. Fjellust allir á, sem svöruðu, að sjálfsagt væri að senda Passíusálma þýðingu síra Pórðar Tómas- sonar, þegar hún kæmi út (um jólin 1926), og senda i þetta sinn 2 flokka Ljósgeisla (alls 25 eða 26 bibliumyndir) í hvern danskan sunnudagaskóla. »Pað verður minsta kosti til að kynna dönskum börn- um tungu vora, frekar en nokkru sinni áður«, sagði einhver. — Textinn aftan á hverri mynd er á íslensku. Verða skrautprentaðar umbúðir látnar um hvern myndaflokk, og þeir sendir hjeðan beina leið til sunnudagaskólanna dönsku, sem eru um 1000 — f byrjun desember n.k. — í Jólakveðju-sjóð eru nú 875 kr., og verður það meir en nóg til að standast allan þann kostnað, því að myndirnar læt jeg fyrir hálfvirði. En munið eftir þvi, að um jólin 1926 þarf að vera miklu meira i sjóði, til að geta sent Passiusálmana. — Ef þeir vildu nú allir prestarnir og barnakennararnir, sem aldrei hafa sent einu eyri i Jóla- kveðju-sjóð frá sinum börnum, rjett i þetta sinn minna á þetta, og spyrja um hvort það væri ekki óviðfeldið að taka við bókagjöfum frá erlcndum börnum árlega í 15 ár, og láta aldrei verða þess vart, hvort gjöfin hafi komið til skila eða ekki, — þá efast jeg ekkert um, að fljótt safnaðist andvirði þúsund Passiusálma. Takið eftir! Af þvi að mjer er alvara með, að reyna að koma Ðjarma og bibliu inn á öll trúhneigð heimili þessa lands, eru eftirfarandi fáheyrð boð lögð í yðar hendur: Vasabibliu í vönduðu skinnbandi — seld á 14 kr. hjá bóksölum — getur hver nýr kaupandi Bjarma fengið á einar lía kr., ef hann borgar um leið árganginn, annaðhvort þann sem nú er brátt búinn, eða þann næsta fyrir fram. — »Brúðar- gjöfm« er sama sem uppseld, og ekki unt að láta hana lengur i kaupbæti. Kjósi kaupandinn heldur vasatesta- menti, sem bóksalar selja á 4 kr., skal hann fá það fyrir liálfvirði, Ivœr kr., með sömu skilyrðum. Burðargjald — 80 aur. undir biblíu, en 40 aur. undir N.-testam. — verður þó að fylgja með pöntuninni. Allir skilvísir útsölumenn blaðsins, sem selja fleiri en 4 eint., geta fengið sömu vildarkjör, og allir aðrir skilvísir kaup- endur skulu fá tveggja króna afslátt af biblíunni (12 kr. hverja), og einnar krónu afslátt af N.-testamentinu (3 kr. hvert). — Petta boð stendur til áramóta, og aðgæti menn þá um leið, hvað þetta er hentugt tækifæri til að fá ágæta jólagjöf handa vinum sínum. Tilboð pelta nœr jafnt til kaupenda blaðsins erlendis sem hferlendis. S. A. Gíslason. Kvittanir fyrir „Bjarma". A. S. Bakkabæ; G. E. Geithellum; G. G. Snartarstöðum; G. H. Brekku; H. G. Æsku- brekku, 2 eint.; H. Ó. Langeyri; H. S. Hofs- nesi; síra I. P. Ólafsf.; J. E. Kjalveg; I. H. Haukatungu; J. Fr. J. Brekknakoti; J. Ag. J. Vatnsleysu; M. S. Melum; Ó. S. Gaul., 10 eint. Útgcfandi Sigurbjörn Á. GísIbbou, Preutsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.